Fara í efni

Skólanefnd

46. fundur 16. október 2001 kl. 16:00 - 16:45 Í fundarsal sveitarstjórnar

Ár 2001, þriðjudaginn 16. október kl. 1600, kom Skólanefnd saman til fundar í fundarsal sveitarstjórnar.
        Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Ingimar Ingimarsson, Gísli Gunnarsson, Bryndís Pétursdóttir og Rúnar Vífilsson, skólamálastjóri.  Einnig mættu á fundinn Sigurður Jónsson fulltrúi grunnskólakennara, Óskar G. Björnsson fulltrúi skólastjóra og Ingólfur Arnarson fulltrúi foreldra grunnskólabarna.

Fundarritari Rúnar Vífilsson.

DAGSKRÁ:

Grunnskólamál:

  1. Erindi vegna gæslu í skólabíl
  2. Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags
  3. Tölvuvæðing grunnskólanna
  4. Tilboð á sundkortum
  5. Önnur mál.

Almenn mál:

  1. Texti vegna aðalskipulags Skagafjarðar
  2. Leikreglur vegna fjárhagsáætlanagerðar 2002
  3. Félags- og skólaþjónusta
  4. Önnur mál

AFGREIÐSLUR:

Grunnskólamál:

  1. Tekið fyrir erindi frá foreldri þar sem farið er fram á gæslu í skólabíl. Skólanefnd felur skólamálastjóra að finna aðra lausn á málinu.
  2. Lögð fram umsókn um námsvist fyrir nemanda utan lögheimilissveitarfélags, en nemandinn á lögheimili í Skagafirði. Erindinu hafnað.
  3. Rætt um tölvuvæðingu grunnskólanna í sveitarfélaginu. Skólamálastjóra falið að leggja fram upplýsingar um fjölda og notkun tölvanna á næsta fundi.
  4. Tekið fyrir erindi sem frestað var frá síðasta fundi um tilboð á sundkortum. Skólanefnd beinir erindinu til byggðaráðs. Fulltrúi kennara þakkaði skjót viðbrögð við tillögunni.
  5. Önnur mál:
    a) Kom fram fyrirspurn um framkvæmdir við skólalóð Grunnskólans að Hólum. Samþykkt að kanna málið.
    b)  Skólastjóri Árskóla tilkynnti að stjórnunarrými skólans yrði opnað á mánudaginn klukkan 9.30 og allir skólanefndarmenn velkomnir

Almenn mál:

  1. Skólamálastjóri lagði fram breyttan texta vegna aðalskipulags Skagafjarðar. Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi texta fyrir sitt leyti.
  2. Lagðar fram til kynningar leikreglur vegna fjárhagsáætlanagerðar 2002.
  3. Skólamálastjóri lagði fram til kynningar upplýsingar frá Félags- og skólaþjónustu Þingeyinga.
  4. Önnur mál. Engin önnur mál.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16.45