Fara í efni

Skólanefnd

30. fundur 03. janúar 2000 kl. 16:00 Í fundarsal sveitarstjórnar

Árið 2000, mánudaginn 3. janúar, kl. 1600, kom skólanefnd saman til fundar í fundarsal sveitarstjórnar.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Stefanía Hjördís Leifsdóttir, Lárus Dagur Pálsson, Dalla Þórðardóttir, Einar  Gíslason og Rúnar Vífilsson, skólamálastjóri. Þá sátu einnig fundinn áheyrnarfulltrúarnir Björn Björnsson, Ásdís Hermannsdóttir, fulltrúar Grunnskólans; Sveinn Sigurbjörnsson, skólastjóri Tónlistarskólans; Bryndís Óladóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóla. Einnig mætti Snorri Björn Sigurðsson, sveitarstjóri. Fundarritari Rúnar Vífilsson.

Dagskrá:

  1. Grunnskólamál:
    a)    Fjárhagsáætlun 2000
    b)    Önnur mál.
  2. Tónlistarskólamál:
    c)    Fjárhagsáætlun 2000
    d)   Önnur mál.
  3. Leikskólamál:
    e)    Fjárhagsáætlun 2000
    f)     Önnur mál.

Afgreiðsla:
a)    Sveitarstjóri kynnti fyrstu drög að áætlun fyrir fjárhagsárið 2000: Skólanefnd, skólaakstur, endurgreiðslur jöfnunarsjóðs, skólaskrifstofa, námsvistargjöld, Árvist og grunnskólarnir.
b)    Önnur mál: Engin önnur mál.
                                                      Björn Björnsson
                                                      Ásdís S. Hermannsdóttir
c)    Sveitarstjóri gerði grein fyrir fjárhagsáætlun Tónlistarskólans árið 2000.
d)   Önnur mál: Engin önnur mál.
                                                     Sveinn Sigurbjörnsson
e)   Sveitarstjóri gerði grein fyrir fjárhagsáætlun Leikskólanna árið 2000.
f)     Önnur mál: Engin önnur mál.

 Töluverðar umræður urðu um drögin að fjárhagsáætluninni. 

Fleira ekki gert, fundi slitið.