Fara í efni

Skipulagsnefnd

36. fundur 26. október 2023 kl. 14:00 - 17:15 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Jón Daníel Jónsson varaform.
  • Eyþór Fannar Sveinsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Anna Kristín Guðmundsdóttir ráðgjafi í skipulagsmálum sat fundinn.

1.Steinsstaðir - Íbúðarbyggð - Deiliskipulag

Málsnúmer 2206266Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að deiliskipulagstillögu fyrir Lækjarbakka og Lækjarbrekku á Steinsstöðum unnin á Stoð efh. verkfræðistofu dags. 13.10.2023. Stærð skipulagssvæðis er 3,4 hekarar og er svæðið innan íbúðarbyggðar ÍB-801 í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Í skipulaginu eru skilgreind lóðarmörk og byggingarskilmálar fyrir núverandi lóðir auk 12 nýrra lóða. Meðfylgjandi er umsögn Vegagerðarinnar, tölvupóstur dags. 17. október 2023 frá Magnúsi Björnssyni, þar sem vegtengingar skv. tillögu eru samþykktar.

Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðarbyggð við Steinsstaði í auglýsingu í samræmi við 41. gr skipulagslaga 123/2010.

2.Freyjugarðurinn - Deiliskipulag

Málsnúmer 2305141Vakta málsnúmer

Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta tillögu á vinnslustigi fyrir Freyjugarðinn á Sauðárkróki, mál nr. 208/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/208) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.

Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins. Til upplýsingar þá verður íbúafundur vegna málsins auglýstur síðar.

3.Kirkjutorg (143549) Sauðárkrókskirkja - Deiliskipulag

Málsnúmer 2108244Vakta málsnúmer

Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við skipulagslýsingu fyrir Kirkjureitinn á Sauðárkróki, mál nr. 578/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/578) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.

Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

4.Staðarbjargarvík - Hofsós - Fyrirspurn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2310201Vakta málsnúmer

Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri hjá Skagafirði, ábyrgðarmaður verkefnisins Staðarbjargavík - Framkvæmdir við útsýnispalla, stiga og göngustíga sendir inn fyrirspurn varðandi hvort farið verði fram á deiliskipulag vegna framkvæmdaleyfis fyrir verkefninu.
Meðfylgjandi gögn eru frumhönnunargögn vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Staðarbjargavík unnin af Oddi Hermannssyni landslagsarkitekt hjá Landformi landlagsarkitektar. Sótt hefur verið um styrk í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir framkvæmdunum.

Samkvæmt Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 er svæðið skilgreint á opnu svæði OP-603 og er Staðarbjargavík hverfisvernduð (HV-602), þ.e. stuðlabergsklettar í Staðarbjargavík. Markmið með hönnunartillögunni er að gera stuðlabergið sýnilegra og styrkja aðgengi. Lagt er upp með að framkvæmdin raski á engan hátt hinni hverfisvernduðu náttúrusmíð. Í tillögunni er gert ráð fyrir að nýta núverandi bílastæði við Suðurbraut.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaraðila verði heimilt að vinna deiliskipulag á eigin kostnað skv. 2. mrg 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem ekki er gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd í gildandi Aðalskipulagi Skagafjarðar og því ekki hægt að veita framkvæmdaleyfi sem byggir á því.

5.Borgarsíða 7 - Skil á iðnaðarlóð

Málsnúmer 2310142Vakta málsnúmer

Ingvar Páll Ingvarsson og Ingvar Gýgjar Sigurðarson lóðarhafar lóðar nr. 7 við Borgarsíðu á Sauðárkóki sækja um að skila fyrrgreindri lóð inn til Sveitarfélags Skagafjarðar. Undirritaðir fengu lóðina afhenta á 10. fundi skipulagsnefndar 20. október 2022.

Skipulagsnefnd samþykkir skil á lóðinni Borgarsíðu 7 og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.

Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.

6.Umsagnarbeiðni; Frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi

Málsnúmer 2310208Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar umsagnarbeiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 314. mál. Umsagnarfrestur er til 1. nóvember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/0318.pdf.

7.Samráð; Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lögheimili og aðsetur, lögum um mannvirki og lögum um brunavarnir

Málsnúmer 2310231Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar umsagnarbeiðni Innviðaráðuneytisins í máli nr. 201/2023, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lögheimili og aðsetur, lögum um mannvirki og lögum um brunavarnir", framlengdur umsagnarfrestur rennur út 29.10.2023 (https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3573).

8.Beiðni um aðalskipulagsbreytingu - Blöndulína 3

Málsnúmer 2305016Vakta málsnúmer

Hlín Benediktsdóttir og Magni Pálsson fulltrúar frá Landsneti komu á fund skipulagsnefndar til að fara yfir stöðu verkefnisins.
Sveitarstjóri Skagafjarðar Sigfús Ingi Sigfússon og Einar E. Einarsson, Sólborg S. Borgarsdóttir, Guðlaugur Skúlason, Jóhanna Ey Harðardóttir, Sigurlaug V. Eysteinsdóttir, Hrefna Jóhannesdóttir og Sveinn Úlfarsson fulltrúar sveitarstjórnar Skagafjarðar sátu einnig undir þessum lið.

9.Umsagnarbeiðni -Breytingar á Blöndulínu 3, mál 0672 2023 í skipulagsgátt

Málsnúmer 2310046Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar við eftirfarandi mál í skipulagsgáttinni:
Breytingar á Blöndulínu 3, nr. 0672/2023: Tilkynning um framkvæmd (Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu).
Kynningartími er til 2.11.2023.

Skipulagsfulltrúa falið að óska eftir fresti við Skipulagsstofnun til að skila inn umsögn vegna breytingar á fyrirhuguðum breytingum á Blöndulínu 3 þar sem skipulagsnefnd hafi fyrst fengið formlega kynningu á þeim frá Landsneti í dag 26.10.2023.

10.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 25

Málsnúmer 2310004FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 25 þann 04.010.2023.

Fundi slitið - kl. 17:15.