Fara í efni

Samstarfsnefnd með Akrahreppi

5. fundur 10. desember 2010 kl. 15:00 - 18:06 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Valdimar Óskar Sigmarsson aðalm.
  • Stefán Vagn Stefánsson varam.
  • Jón Magnússon varam.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Agnar Gunnarsson oddviti Akrahrepps
  • Þorleifur Hólmsteinsson fulltrúi Akrahrepps
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Herdís Á. Sæmundardóttir fræðslustjóri sat fundinn undir dagskrárliðum 1 - 6. Sævar Pétursson íþróttafulltrúi sat fundinn undir dagskrárlið 5.

1.Ráðningarsamningur skólastjóra Varmahlíðarskóla

Málsnúmer 1012075Vakta málsnúmer

Ráðningarsamningur skólastjóra Varmahlíðarskóla fyrir skólaárið 2010-2011 kynntur.

2.Fjárhagsáætlun leikskóla fyrir árið 2011

Málsnúmer 1011132Vakta málsnúmer

Drög að fjárhagsáætlun leikskólans Birkilundar 2011 kynnt.

3.Fjárhagsáætlun grunnskóla fyrir árið 2011

Málsnúmer 1011133Vakta málsnúmer

Drög að fjárhagsáætlun Varmahlíðarskóla 2011 kynnt.

4.Fjárhagsáætlun tónlistarskóla fyrir árið 2011

Málsnúmer 1011134Vakta málsnúmer

Drög að fjárhagsáætlun Tónlistarskóla Skagafjarðar 2011 kynnt.

5.Fjárhagsáætlun Frístundasviðs 2011

Málsnúmer 1011143Vakta málsnúmer

Drög að fjárhagsáætlun Íþróttamiðstövarinnar í Varmahlíð 2011 kynnt.

Nefndin bendir á að forsendur fjárhagsáætlunar sem lögð var fyrir félags- og tómstundanefnd standist ekki, þar sem breytingar í reksti Íþróttamiðstöðvarinnar í Varmahlíð verði ekki gerðar á miðju skólaári. Nefndin telur einnig að tekjuáætlun skólastjóra Varmahlíðarskóla sé varfærin. Nefndin óskar eftir frekari upplýsingum frá íþróttafulltrúa um mögulega hagræðingu í rekstri.

6.Samstarfssamningur

Málsnúmer 1012074Vakta málsnúmer

Rætt um skólaakstur og möguleika á samnýtingu á bifreiðum í út-Blönduhlíð og út í Hofsstaðapláss.

Nefndin óskar eftir því að fræðslustjóri skoði málið með tilliti til hagræðingar.

Nefndin samþykkir að húsaleiga íbúða við Norðurbrún og Laugaveg, sem tilheyra rekstri Varmahlíðarskóla, verði hækkuð frá og með 1. ágúst 2011. Húsaleigan verði færð til samræmis við almennan leigumarkað á svæðinu. Skólastjóra Varmahlíðarskóla verði falið að tilkynna leigjendum um þessa ákvörðun.

Fundi slitið - kl. 18:06.