Fara í efni

Fjárhagsáætlun leikskóla fyrir árið 2011

Málsnúmer 1011132

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 63. fundur - 16.11.2010

Fræðslunefnd samþykkir að vísa tillögum að fjárhagsáætlun til byggðarráðs og fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 272. fundur - 30.11.2010

Forseti gerir tillögu um að vísa þessum lið til afgreiðslu 5. liðar á dagskrá, eða 17. liðar í þessari fundagerð, Fjárhagsáætlun 2011. Var það samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla 63. fundar fræðslunefndar staðfest á 272. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 5. fundur - 10.12.2010

Drög að fjárhagsáætlun leikskólans Birkilundar 2011 kynnt.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 64. fundur - 14.12.2010

Fjárhagsáætlun leikskólanna lögð fram til seinni umræðu. Nettó rekstrarútgjöld leikskólanna eru kr. 292.098.000. Fræðslunefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til byggðarráðs.

Þorsteinn T. Broddason leggur fram eftirfarandi bókun: Samfylkingin vill að í fjárhagsáætlun verði grunnþjónusta varin þrátt fyrir minni tekjur og aukinn kostnað. Sveitarfélagið gegnir afar mikilvægu hlutverki í nærþjónustu á sviði fræðslu og velferðarmála, sem þarf að njóta forgangs ásamt öðrum lögbundum verkefnum. Meirihlutinn hefur ekki sýnt pólitíska forystu með stefnumótun og forgangsröðun. Þess vegna er gerð fjárhagsáætlunar ómarkviss.

Sigríður Svavarsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar.

Jenný Inga Eiðsdóttir óskar bókað að leitast hafi verið við að hagræða án þess að hækka leikskólagjöld.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 540. fundur - 16.12.2010

Byggðarráð samþykkir að vísa afgreiðslu þessa dagskrárliðar til afgreiðslu 22. liðar á dagskrá fundarins, 1009043 Fjárhagsáætlun 2011.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 273. fundur - 21.12.2010

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu þessar liðar, til afgreiðslu 3. liðar á dagskrá fundarins, Fjárhagsáætlun 2011. Var það samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla 540. fundar byggðaráðs staðfest á 273. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 273. fundur - 21.12.2010

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu þessar liðar, til afgreiðslu 3. liðar á dagskrá fundarins, Fjárhagsáætlun 2011. Var það samþykkt samhljóða.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tekur undir bókun Þorsteins Broddasonar frá fundi félags- og tómstundanefndar svohljóðandi: Samfylkingin vill að í fjárhagsáætlun verði grunnþjónustan varin, þrátt fyrir minni tekjur og aukinn kostnað. Sveitarfélagið gegnir afar mikilvægu hlutverki í nærþjónustu á sviði fræðslu og velferðarmála, sem þarf að njóta forgangs ásamt öðrum lögbundnum verkefnum. Meirihlutinn hefur ekki sýnt pólitíska forystu með stefnumörkun og forgangsröðun. Þess vegna er gerð fjárhagsáætlunar ómarkviss.

Afgreiðsla 64. fundar fræðslunefndar staðfest á 273. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 273. fundur - 21.12.2010

Fundargerð 5.fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 273. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.