Fara í efni

Samstarfssamningur

Málsnúmer 1012074

Vakta málsnúmer

Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 5. fundur - 10.12.2010

Rætt um skólaakstur og möguleika á samnýtingu á bifreiðum í út-Blönduhlíð og út í Hofsstaðapláss.

Nefndin óskar eftir því að fræðslustjóri skoði málið með tilliti til hagræðingar.

Nefndin samþykkir að húsaleiga íbúða við Norðurbrún og Laugaveg, sem tilheyra rekstri Varmahlíðarskóla, verði hækkuð frá og með 1. ágúst 2011. Húsaleigan verði færð til samræmis við almennan leigumarkað á svæðinu. Skólastjóra Varmahlíðarskóla verði falið að tilkynna leigjendum um þessa ákvörðun.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 273. fundur - 21.12.2010

Fundargerð 5.fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 273. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.