Fara í efni

Samstarfsnefnd með Akrahreppi

15. fundur 30. október 2002 kl. 13:00 - 15:00 Ráðhúsið á Sauðárkróki

Samstarfsnefnd sveitarfélaga í Skagafirði

 

Ár 2002, miðvikudaginn 30. október, kom Samstarfsnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki kl.13:00

Mættir voru: Þórarinn Magnússon, Gísli Gunnarsson, Þorleifur Hólmsteinsson og Ársæll Guðmundsson.

 

Dagskrá:

  1. Félagsheimilið Miðgarður.
  2. Önnur mál

 

Afgreiðslur:

1. Félagsheimilið Miðgarður.  

Fasteignagjöld. Ákveðið að rekstarframlög sveitarfélaganna skv. reglugerð um félagsheimilið Miðgarð skuli óháð greiðslu fasteignaskatts af húsinu, sem kemur í hlut Sveitarfélagsins Skagafjarðar að standa skil á.

Ný reglugerð.  Það er sameiginlegur skilningur nefndarinnar að ný reglugerð um Miðgarð sem rædd var á fundi nefndarinnar 4. september 2002 sé í gildi.


2. Önnur  mál.      

Ákveðið að ræða á næsta fundi nefndarinnar samstarfssamninga sveitarfélaganna.

 

Næsti  fundur ákveðinn miðvikudaginn 27. nóvember kl.13:00 í Ráðhúsinu.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.00.

                                                                       Ársæll Guðmundsson ritar fundargerð.