Fara í efni

Samstarfsnefnd með Akrahreppi

11. fundur 03. október 2001 kl. 12:30 - 14:10 Miðgarður

SAMSTARFSNEFND AKRAHREPPS OG SVEITARFÉLAGSINS SKAGAFJARÐAR

FUNDUR 03.10.2001

 

            Ár 2001, miðvikudaginn 3. október, kom Samstarfsnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps saman til fundar fundar í félagsheimilinu Miðgarði kl.12.3o

Mætt voru:  Broddi Björnsson, Herdís Á.Sæmundardóttir, Snorri Styrkársson, Agnar Gunnarsson og Jón Gauti Jónsson.

 

Dagskrá:

  1. Kjör formanns.
  2. Tillaga.
  3. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2001.
  4. Samstarfsverkefni sveitarfélaganna.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Fram kom tillaga um Herdísi Sæmundardóttur sem formann nefndarinnar.  Ekki komu fram aðrar tilnefningar og skoðast Herdís því rétt kjörin.

 

2. Fyrir fundinum lá tillaga um tímabundna ráðningu skólaliða að Varmahlíðarskóla.  Um er að ræða 50% starf v/félagslegra vandamála.  Var tillagan samþykkt.

 

3. Farið var yfir þá liði fjárhagsáætlunar er varða samstarf sveitarfélaganna vegna Leikskólans Birkilundar, Grunnskólans í Varmahlíð, Tónlistarskólans og Íþróttamiðstöðvarinnar í Varmahlíð.

 

4. Samstarfsverkefni sveitarfélaganna.

a)   Framkvæmdir við plön við Miðgarð og við skóla.  Fram kom að Vegagerð ríkisins er tilbúin til að bjóða út framkvæmdir við Reykjarhólsveg og plönin strax í haust.  Í boði er að Vegagerðin greiði reikninga verktakans á þessu ári en að fjárveitingar sveitarfélaganna komi inn í verkið á nýju fjárhagsári.  Þannig verði framkvæmdum flýtt en fjárveiting til verksins er fyrirhuguð á árinu 2002 skv. 3ja ára áætlun.

Nefndarmenn voru sammála um að taka þessu boði, þar sem mikilvægt er að hraða þessum framkvæmdum m.a. vegna landsmóts hestamanna sumarið 2002.

 

b)   Rætt um fyrirkomulag samstarfsverkefna.  Dæmi voru nefnd um framkvæmdir við lóð leikskóla og viðhaldsverkefni vegna bilunar í lögnum í íþróttamiðstöðinni.   Rætt var um hvort eðlilegt væri að skoða framkvæmd samstarfs sveitarfélaganna sérstaklega í sambandi við stjórnskipulag og boðleiðir.

Nefndarmenn voru sammála um að skoða þetta mál nánar.

 

c)   Herdís kynnti hugmyndir sveitarstjórnar Skagafjarðar um að stofna hlutafélag um húseignir sveitarfélagsins.  Sumar þeirra eigna eru í sameign sveitarfélaganna.  Hlutur Skagafjarðar í þessum eignum yrði afhentur hinu nýja hlutafélagi.

Nefndarmenn voru sammála um að skoða þetta nánar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14.1o.

                                                                       Jón Gauti Jónsson ritar fundargerð.