Fara í efni

Samstarfsnefnd með Akrahreppi

10. fundur 10. janúar 2001 kl. 13:00 Skrifstofa Skagafjarðar

Samráðsnefnd Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

 

Fundi samráðsnefndar frá 10. janúar 2001 var fram haldið kl. 13,00, miðvikudaginn 7. febrúar 2001 á skrifstofu Skagafjarðar.

Mætt voru: Agnar H. Gunnarsson, Broddi Björnsson, Gísli Gunnarsson og Herdís á Sæmundardóttir. Auk þeirra voru mættir Margeir Friðriksson, fjármálastjóri og Snorri Björn Sigurðsson, sveitarstjóri.

 

 

Fjárhagsáætlun 2001.

Haldið var áfram umræðu um fjárhagsáætlun 2001 vegna þeirra rekstrarþátta sem snerta bæði sveitarfélögin. Samþykkt að fela forráðamönnum sviða og stofnana að ná fram 3,5% sparnaði heildarrekstrarútgjalda.

Samþykkt að endurskoða leigu kennaraíbúða í Varmahlíð.

Aðilar voru sammála um að kostnaðarhlutur Akrahrepps í  byggingarfulltrúaembættinu yrði reiknaður sem 5,18% af helmingi kostnaðar við tæknideild Skagafjarðar.

Að öðru leiti var fjárhagsáætlunin samþykkt.

 

Minjavörður Norðurlands vestra.

Lagt fram erindi Þjóðminjasafns þar sem óskað er eftir tiltekinni fyrirgreiðslu vegna Minjavarðar Norðurlands vestra, sem er nýráðinn.

Samþykkt var að bjóða endurgjaldslaust skrifstofuhúsnæði ásamt húsgögnum, í Gilsstofu.

 

Málefni Miðgarðs.

Lögð fram tvö bréf varðandi málefni félagsheimilisins Miðgarðs. Annað frá hússtjórn og hitt frá karlakórnum Heimi. Er í báðum bréfunum rætt um framtíð Miðgarðs.

Í bréfi hússtjórnar er líka komið á framfæri ályktun um að kannað verði að bjóða Miðgarð sem menningarhús Skagfirðinga. Í bréfi Heimis er þess farið á leit að boðað verði til eigendanefndarfundar hið fyrsta. Bréf þessi voru send sveitarstjórnum og munu verða tekin fyrir á vettvangi þeirra.

 

Þjónustusamningur við Varmahlíðarskóla.

Rætt um þjónustusamning við Varmahlíðarskóla sem samþykkt var þann 10. janúar s.l. að gera. Var samhljóða álit að allar gjaldskrárbreytingar þurfi að leggjast fyrir rekstrarnefnd. Einnig að leggja þurfi fyrir rekstrarnefnd þætti sem hafa í för með sér breytingar á þjónustu við almenning. Þá verði ekki um að ræða heimild til að færa á milli rekstrarliða skóla og íþróttamannvirkja.

Samþykkt að samningurinn að þessum breytingum gerðum verði sendur  sveitarstjórnum til afgreiðslu.

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið.

Snorri Björn Sigurðsson, ritari.