Fara í efni

Samstarfsnefnd með Akrahreppi

5. fundur 21. október 1999

SAMSTARFSNEFND AKRAHREPPS OG SVEITARFÉLAGSINS SKAGAFJARÐAR

FUNDUR 21.10.1999

 

            Fimmtudaginn 21. október árið 1999 kl. 1330 var haldinn fundur í Samstarfsnefnd Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

            Á fundinn voru mætt:  Gísli Gunnarsson, Herdís Sæmundardóttir, Broddi Björnsson og Agnar Gunnarsson.  Auk þeirra voru mættir Páll Dagbjartsson skólastjóri og Snorri Björn Sigurðsson sveitarstjóri.

 

DAGSKRÁ:

  1. Hvannahlíð.
  2. Breytingar á húsnæði 3ju hæðar í A húsi Varmahlíðarskóla.
  3. Náttúrugripasafn.
  4. Ráðningarsamningur við skólastjóra Varmahlíðarskóla.
  5. Samstarfssamningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps.
  6. Stjórnsýsluhús og Háholt.
  7. Svæðisskipulag.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Eftirtalin tilboð hafa borist í húseignina Hvannahlíð í Varmahlíð.

Grétar Benediktsson              kr. 1.750.000.-

Benedikt Grétarsson              kr. 1.575.000.-

Margrét E. Blomsterberg       kr. 1.920.000.-

Öll þessi tilboð eru með fyrirvara um nánari skoðun fagmanna á ástandi eignarinnar. 

      Lionsklúbbur Skagafjarðar     kr. 1.125.000.-

Nú véku Gísli Gunnarsson og Agnar Gunnarsson af fundi. 

Samþykkt að taka tilboði Margrétar E. Blomsterberg að upphæð kr. 1.920.000 í húseignina miðað við ástand eignarinnar í dag.  Tilboðsgjafa er gefinn frestur til 1. nóvember til að standa við tilboð sitt.

 

2. Samþykkt að ráðist verði í gerð teikningar af breytingum á 3ju hæð í A húsi Varmahlíðarskóla.  Fyrir liggur að í fjárhagsáætlun Skagafjarðar að varið verði kr. 2.000.000 til framkvæmda við Varmahlíðarskóla.  Einnig eru til ráðstöfunar kr. 500.000 frá Akrahreppi og þeir fjármunir sem til ráðstöfunar eru vegna sölu á Hvannahlíð.  Er skólastjóra heimilað að ráðstafa þessum fjármunum til framkvæmda.

 

3. Skólastjóri ræddi málefni Náttúrugripasafns en mjög er að því þrengt og telur hann að finna þurfi því annan samastað.  Ákveðið var að málefni safnsins verði tekið til sérstakrar skoðunar.

 

4. Lagður fram ráðningarsamningur við Pál Dagbjartsson dags. 17. september sl.  Samningurinn samþykktur.

 

5. Rætt um samstarfssamning sveitarfélaganna sem lagður var fram og ræddur.  Ákveðið að frá samningnum verði gengið á næsta fundi.

 

6. Óskað var eftir að lagðar yrðu fram upplýsingar á næsta fundi um rekstur Stjórnsýsluhúss og Háholts.

 

7. Rætt um stöðu svæðisskipulags.

 

Fundi slitið.

 

Gísli Gunnarsson                                                       Snorri Björn Sigurðsson

Herdís Á. Sæmundardóttir                                        Páll Dagbjartsson

Agnar Gunnarsson

Broddi Björnsson