Fara í efni

Samstarfsnefnd með Akrahreppi

2. fundur 16. febrúar 1999
SAMSTARFSNEFND AKRAHREPPS OG SVEITARFÉLAGSINS SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 16.02.1999

 

Þriðjudaginn 16. febrúar 1999 var haldinn fundur samstarfsnefndar sveitarstjórna Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar.  Einnig voru á fundinum skólastjóri Varmahlíðarskóla og skólamálastjóri Skagafjarðar.

            Mættir voru undirritaðir.  Fundarritari, Rúnar Vífilsson.

 

1. Formaður setti fundinn og lagði fram ný drög að samkomulagi um rekstur Varmahlíðarskóla og leikskólans Birkilundar.  Ákveðið að bæta við í 3. grein samninga,  atkvæði jöfn, ræður atkvæði formanns.  Eignarhlutur Akrahrepps í leikskólanum Birkilundi verður 25%.

 

2. Húsið Hvannahlíð – Páll Dagbjartsson kynnti eignaraðild Varmahlíðarskóla að húsinu, en skólinn á húsið þ.e. 75% en ríkið á 25%.  Ákveðið að hafa samband við eignadeild ríkisins.  Páll tekur að sér að safna upplýsingum um málið.

 

3. Kynnt fjárhagsáætlun Varmahlíðarskóla fyrir árið 1999.  Skólastjóri gerði grein fyrir drögunum.  Eftir kynningu verður fjárhagsáætlun lögð fyrir rekstrarnefndina.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.

 

Rúnar Vífilsson

Broddi Björnsson

Páll Dagbjartsson

Agnar H. Gunnarsson

Herdís Á. Sæmundard.

Gísli Gunnarsson

Snorri Björn Sigurðsson