Fara í efni

Samstarfsnefnd með Akrahreppi

31. fundur 12. október 2015 kl. 13:00 - 15:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Agnar Halldór Gunnarsson fulltrúi Akrahrepps
  • Þorkell Gíslason
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Skólastjóri Varmahlíðarskóla

Málsnúmer 1510065Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið kom á fundinn Hanna Dóra Björnsdóttir, skólastjóri Varmahlíðarskóla og til viðræðu um málefni skólans.
Nefndin samþykkir að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar og skólastjóra Varmahlíðarskóla að koma með kostnaðarmetnar tillögur um endurnýjun húsgagna á næsta fund nefndarinnar, sem lið í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2016.

2.Málefni leik- og grunnskóla í Varmahlíð

Málsnúmer 1510067Vakta málsnúmer

Farið var yfir þá alvarlegu stöðu sem skapast á Varmahlíðarsvæðinu þegar eina starfandi dagforeldrið þar lætur af störfum í næsta mánuði. Nokkrar úrlausnir eru nú í skoðun og er þess vænst að hægt verði að kynna raunhæfa lausn á næstu dögum. Nefndin telur mjög mikilvægt að unnið verði hratt að því að leysa mál og koma vel til móts við þá foreldra sem þurfa á vistun að halda fyrir börn sín. Sviðsstjóra fjölsyldusviðs falið að vinna að framgangi málsins í samræmi við umræður fundarins.

Fundi slitið - kl. 15:30.