Fara í efni

Samstarfsnefnd með Akrahreppi

28. fundur 02. mars 2015 kl. 16:00 - 18:38 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Agnar Halldór Gunnarsson fulltrúi Akrahrepps
  • Jón Sigurðsson fulltrúi Akrahrepps
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Indriði Þór Einarsson og Jón Örn Berndsen sátu fundinn undir fyrsta dagskrárlið.

1.Varmahlíðarskóli - staða húsnæðismála

Málsnúmer 1411114Vakta málsnúmer

Lagðar fram kostnaðarmetnar hugmyndir til úrbóta í húsnæðismálum leik -og grunnskóla í Varmahlíð.

Samstarfsnefnd leggur áherslu á að ákvarðanir um framkvæmdir verði teknar á næsta fundi 17.mars n.k. kl. 16.

2.Skólastjóri Varmahlíðarskóla

Málsnúmer 1502244Vakta málsnúmer

Staða mála kynnt.

3.Íþróttamiðstöðin í Varmahlíð - skipulagsbreyting

Málsnúmer 1502246Vakta málsnúmer

Fulltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggja til að Forstöðumaður frístunda og íþróttamála hjá Sveitarfélaginu Skagafirði verði næsti yfirmaður vaktstjóra Íþróttamiðstöðvarinnar í Varmahlíð. Þetta er gert í þeim tilgangi að samræma enn betur yfirstjórn íþróttamannvirkja í héraðinu og að saman fari fjárhagsleg og stjórnunarleg ábyrgð í samræmi við lög um fjárhagsuppgjör sveitarfélaga. Áfram verði gott og náið samstarf á milli íþróttamiðstövar og Varmahlíðarskóla, líkt og verið hefur.

Fulltrúar Akrahrepps mótmæla harðlega framkominni tillögu og vilja halda sama fyrirkomulagi og verið hefur.

Nefnarmenn sammála um að vísa málinu til endurupptöku samstarfssamnings.

4.Endurskoðun samstarfssamninga - Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur.

Málsnúmer 1502247Vakta málsnúmer

Nefndin samþykkir að fara í endurskoðun á samstarfssamningi sveitarfélaganna. Sveitarfélögin hvort um sig listi upp þá liði samstarfssamnings sem endurskoðun er þörf á. Ákveðið er að endurskoðun ljúki á yfirstandandi ári.

Fundi slitið - kl. 18:38.