Fara í efni

Samgöngunefnd

10. fundur 19. júní 2003 kl. 08:15 - 11:05 Ráðhúsið á Sauðárkróki

Ár 2003, þann 19. júní, var samgöngunefnd saman komin til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki (kl. 8,15). Þetta var 10. fundur nefndarinnar.

Mætt voru: Brynjar Pálsson, Örn Þórarinsson, Valgerður Kjartansdóttir,  Hallgrímur Ingólfsson og Gunnar Steingrímsson, hafnarvörður. Einnig kom Margeir Friðriksson á fundinn við umræður á máli nr. 3 á dagskrá.

           

Dagskrá:

  1. Dýpkun Sauðárkrókshafnar
  2. Hesteyri 2, Sauðárkróki
  3. Lestar- og bryggjugjöld 2003 – til skoðunar
  4. Bréf frá ATF ehf
  5. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

1. Hallgrímur kynnti tillögur sem Siglingastofnun hefur gert varðandi dýpkun í Sauðárkrókshöfn í sumar. Einnig kynnti sviðsstjóri hugmyndir hans og hafnarvarðar, sem þeir hafa sett fram við Siglingastofnun varðandi væntanlega dýpkun. Hafnarstjórn óskar eftir því við Siglingastofnun að dýpkun verði þannig að núverandi leiðamerki gildi.

2. Tekið fyrir bréf, undirritað af Jóni E. Friðrikssyni f.h. Kaupf. Skagfirðinga. Þar er óskað eftir samþykki nefndarinnar að byggja við húseignina Hesteyri 2. Áformuð stækkun hússins er um 600 fermetrar. Með bréfinu fylgdu teikningar gerðar af Arkitekt Árna. Nefndin samþykkir erindið og vísar því til Skipulags- og byggingarnefndar og til umsagnar heilbrigðisnefndar Norðurl.vestra.

3. Gunnar hafnarvörður kynnti nýja gjaldskrá fyrir hafnir, sem tekur gildi 1. júlí n.k. Jafnframt kynnti Gunnar tillögur að gjaldskrá fyrir Sauðárkrókshöfn. Tillögurnar eru eftirfarandi:

Lestargjald:

Grunngjald kr. 7,40 hækki um 18% = 1,33 og verði kr. 8,73

Bryggjugjald:

Grunngjald kr. 1,80 hækki um 20% = 0,36 og verði kr. 2,16

Aflagjald 4. flokkur:

Grunnprósenta haldi sér og verði 1,60%

Mánaðargjald báta 20-50 brt verði kr. 5.286,-

og báta að 20 brt verði kr. 4.150,-  (sem er óbreytt).

4. Kynnt bréf frá ATF ehf, þar sem leitað er eftir áliti sveitarstjóra á hugmyndum um að setja upp áætlunarferðir á milli Akureyrar – Hofsóss og Sauðárkróks. Nefndin mun taka málið til frekari athugunar.

5. a)  Formaður kynnti bréf dags. 12.06.2003, þar sem Lundey ehf, kt. 701001-2220, óskar eftir aðstöðu til fiskeldis á þorski á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki. Hafnarverði hefur verið kynnt væntanleg staðsetning á eldiskví.  Umsóknin er undirrituð af Steingrími Garðarssyni. Samþ. að ræða nánar við Steingrím um umfang væntanlegs eldis og að óska umsagnar heilbrigðisnefndar N.v. um málið.

b)  Kynnt bréf frá Ingvari G. Jónssyni varðandi veginn að Gýgjarhóli. Málið verður rætt við Guðm. Ragnarsson hjá Vegagerðinni.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11,05.

Örn Þórarinsson (ritari)

Brynjar Pálsson                                             

Valgerður Inga Kjartansdóttir                                  

Gunnar S. Steingrímsson      

Hallgrímur Ingólfsson