Fara í efni

Samgöngunefnd

7. fundur 24. janúar 2003 - 10:45 Ráðhúsið á Sauðárkróki

Ár 2003, föstudaginn 24. janúar, var samgöngunefnd saman komin til fundar í Ráðhúsinu. Mætt voru Brynjar Pálsson, Örn Þórarinsson, Valgerður Kjartansdóttir, Gunnar Steingrímsson, hafnarvörður og Hallgrímur Ingólfsson, sviðsstjóri.

 

Dagskrá fundarins:

  1. Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs og liður 10, götur
  2. Strandvegur
  3. Snjómokstur
  4. Skipakomur 2002, Skagafjarðarhafnir
  5. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

1. Gunnar fór yfir fjárhagsáætlun hafnarsjóðs. Niðurstöðutölur eru: Gjöld 40.275.000. Tekjur: 25.695.000. Mismunur er 14.580.000, sem er lækkun um liðlega tvær millj. frá fyrri umræðu.  - Nefndin samþykkir áætlunina og vísar henni til byggðarráðs.

Hallgrímur fór yfir lið 10 í fjárhagsáætluninni, þ.e. Götur og umferðarmál. Niðurstöðutölur eru:  Gjöld 35.030.000. Tekjur 2.600.000. Mismunur 32.430.000, sem er hækkun um 200 þús. frá fyrri áætlun.

Nefndin samþ. áætlunina og samþ. að vísa henni til byggðarráðs.

2. Rætt um framkvæmdir við Strandveginn. Nú er nánast frágengið að farið verður í færslu á grjótvarnargarði á þessu ári, sem er grundvöllur þess að taka við efninu sem kemur við uppdælingu úr höfninni.

3. Hallgrímur kynnti tillögur að snjómokstursreglum fyrir Sauðárkróksbæ. Nefndin samþykkti tillögurnar.

4. Gunnar hafnarvörður kynnti yfirlit um skipakomur og skrá yfr landaðan afla í höfnunum á Sauðárkróki, Hofsósi og Haganesvík árið 2002.

5. Önnur mál: 

a) Bréf frá Kaupf. Skagfirðinga, þar sem óskað er eftir heimild til að stækka Vélaverkstæði fyrirtækisins um 82 ferm. að grunnfleti. Áætlað er að stækka húsið til norðurs um 5,5 metra. Til þess að þetta sé fært þarf að stækka lóð fyrirtækisins um 0,5 metra. Nefndin samþ. stækkun lóðarinnar og samþ. að vísa málinu til skipulags- og bygginganefndar þar sem gera þarf breytingar á deiliskipulagi vegna stækkunar lóðarinnar. Örn Þórarinsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

b) Lagðar fram hugmyndir að breyttri notkun á efri hæð gamla Skjaldarhússins á Sauðárkróki. Nefndin tekur jákvætt í hugmyndirnar og samþ. að vísa málinu til Skipulags- og bygginganefndar.

 

Fleira ekki fyrir tekið, fundi slitið kl. 10,45.

Örn Þórarinsson (ritari)

Valgerður Inga Kjartansdóttir                     

Brynjar Pálsson                                 

Hallgrímur Ingólfsson

Gunnar Steingrímsson