Fara í efni

Öldungaráð

2. fundur 17. apríl 2023 kl. 15:00 - 16:45 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Arnar Steingrímsson varaform.
  • Gestur Þorsteinsson aðalm.
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Sigríður Magnúsdóttir aðalm.
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir aðalm.
  • Þórey Helgadóttir varam.
  • Ragna Jóhannsdóttir varam.
Starfsmenn
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Heimsókn Öldungaráðs til Húnaþings vestra

Málsnúmer 2304077Vakta málsnúmer

Ráðið heimsótti Öldungaráð Húnaþings vestra 21.mars sl. þar sem ráðsfólk átti gott samtal um verkefni og stefnumótun í málefnum eldra fólks. Öldungaráð Húnaþings vestra hefur verið starfandi frá árinu 2019 og fróðlegt var að fá yfirferð verkefna og hlutverk ráðsins. Eitt af verkefnum Öldungaráðs Húnaþings vestra er þátttaka í samráði sveitarfélagsins um framtíðarsýn í málefnum eldri borgara sem verið er að vinna að. Að lokum fundi var ráðsfólki boðið í heimsókn í aðstöðu Félags eldri borgara í gamla verslunarhúsnæði Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga en þar fer fram fjölbreytt félagsstarf alla virka daga.

2.Helstu verkefni fjölskyldusviðs og HSN Sauðárkróki í málefnum eldra fólks

Málsnúmer 2304078Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri fór lauslega yfir helstu verkefni Skagafjarðar og HSN í þjónustu við eldra fólk. Ráðið bókar að taka þennan lið aftur á dagskrá í haust og fá nánari kynningu og fá aðila frá HSN á fundinn.

3.Framtíðarsýn í málefnum eldra fólks - Öldungaráð

Málsnúmer 2304079Vakta málsnúmer

Öldungaráð beinir því til sveitarfélagsins að fara í stefnumótun í málefnum eldra fólks í samstarfi við Félag eldri borgara. Farið verði í upplýsingaöflun og þarfagreiningu í haust. Félagsmálastjóra er falið að koma erindinu til afgreiðslu félagsmála- og tómstundanefndar.

4.Forvarnaráætlun lögreglustjórembættis á Norðurlandi vestra - samráð

Málsnúmer 2304055Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dags. 30.mars s.l. frá embættinu. Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hefur sett af stað vinnu við gerð forvarnaráætlunar í embættinu þar sem markmiðið er m.a. að efla tengsl við samfélagið og vinna út frá hugmyndafræði samfélagslöggæslu.

Ákveðið var að hafa víðtækt samráð við hagaðila vegna málsins og er m.a. lögð sérstök áhersla á eldri borgara og þjónustu lögreglunnar til þeirra. Óskað er eftir tillögum frá öldrunarráði um hvaða þætti löggæslunnar mætti efla varðandi þennan málaflokk annars vegar og hins vegar, hvaða þjónusta er að mati ráðsins sem er ef til vill ekki til staðar en ætti að vera það. Óskað er eftir viðbrögðum öldungaráðs vegna þessa fyrir lok apríl n.k.

Öldungaráð beinir því til löggæslunnar að horfa til tölvu- eða netsvindla þar sem verið er að nálgast fjármuni fólks. Leggja má áherslu á kynningar til fólks til að efla fræðslu og þekkingu s.s. í samstarfi við félag eldri borgara og dagdvöl aldraðra á Sauðárkróki.

Umferðar- og öryggismál. Sýnileiki lögreglunnar og samtal við eldri borgara um þjónustu hennar.

Félagsmálastjóra falið að svara lögregluembættinu fh. ráðsins.

Fundi slitið - kl. 16:45.