Fara í efni

Menningar- og kynningarnefnd

26. fundur 03. desember 2007

Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar
Fundur 26 – 03.12.2007

Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki,
mánudaginn 03.12.2007, kl. 13:00.
Fundinn sátu Guðrún Helgadóttir formaður, Hrund Pétursdóttir, Bjarni Þórisson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.

DAGSKRÁ:
1) Menningarhúsið Miðgarður
2) Fjárhagsáætlun 2008
3) Heimasíða sveitarfélagsins
4) Jóladagatal
5) Önnur mál

AFGREIÐSLUR:
1) Menningarhúsið Miðgarður
Rætt um rekstrarform á menningarhúsinu Miðgarði, en stefnt er að því að húsið verði tilbúið á fyrri hluta næsta árs.
Samþykkt að óska eftir því við Akrahrepp að hann sendi fulltrúa á næsta fund nefndarinnar til að ræða rekstrarform á Miðgarði.

2) Fjárhagsáætlun 2008
Nefndin samþykkir að vísa því til byggðarráðs að hækka framlög til Menningarmála um kr. 2.000.000 vegna mistaka í áætlunargerð.

3) Heimasíða sveitarfélagsins
Sviðsstjóri kynnti nýja heimasíðu sveitarfélagsins. Nefndin er ánægð með hvernig til hefur tekist með útlit og virkni síðunnar.
Umræða um verklagsreglur bíða næsta fundar á meðan beðið er eftir umbeðnum athugasemdum frá Vinstri hreyfingunni grænu framboði.

4) Jóladagatal
Sviðsstjóri kynnti viðburðadagatal fyrir desember sem sveitarfélagið gefur út og dreifir á öll heimili í Skagafirði.

5) Önnur mál

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:00