Fara í efni

Menningar- og kynningarnefnd

19. fundur 15. júní 2007

Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar
Fundur 19  – 15.06.2007

Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki,
föstudaginn 15.06.2007, kl. 10:00.

Fundinn sátu Guðrún Helgadóttir, Hrund Pétursdóttir, Páll Dagbjartson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.

DAGSKRÁ:

1)      Málefni félagsheimila
2)      Menningarsamningur Norðurlands vestra
3)      Kynningarmál
4)      Önnur mál


AFGREIÐSLUR:
1)      Málefni félagsheimila
Samþykkt erindisbréf fyrir fulltrúa sveitarfélagsins í hússtjórnum.
Samþykkt að óska eftir fundum með hússtjórnum Ljósheima og Árgarðs í næstu viku til að ræða rekstur viðkomandi félagsheimila.
Samþykkt tillaga að ramma fyrir samþykktir fyrir félagsheimili í Skagafirði.

2)      Menningarsamningur Norðurlands vestra
Rætt um fyrirliggjandi drög að samningi milli sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um menningarmál. 
Nefndin beinir því til stjórnar SSNV að fjórða grein samnings ríkis og sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um menningarmál verði tekin inn í samning milli sveitarfélaganna á svæðinu og kveðið verði nánar á um fjárframlög hvers sveitarfélags til menningarráðs Norðurlands vestra.

3)      Kynningarmál
Rætt um vinnu við heimasíðu, af óviðráðanlegum ástæðum frestast opnun á nýrri heimasíðu til haustsins.
Lögð fram til kynningar Sumardagskrá fyrir Skagafjörð 2007.
Lögð fram til kynningar dagskrá 17. júní hátíðarhalda á Sauðárkróki.

4)      Önnur mál
Voru engin

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:30