Fara í efni

Menningar- og kynningarnefnd

18. fundur 04. júní 2007

Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar
Fundur 18  – 04.06.2007

Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki,
mánudaginn 04.06.2007, kl. 16:00.

Fundinn sátu Guðrún Helgadóttir, Hrund Pétursdóttir, Páll Dagbjartsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.

DAGSKRÁ:

1)      Málefni félagsheimila
2)      Hátíðir og viðburðir
3)      Önnur mál
a.      Menningarsamningur Norðurlands vestra til kynningar
b.      Erindi frá Kaffi Krók varðandi Víkingahátíð Kaffi Króks

AFGREIÐSLUR:
1)      Málefni félagsheimila
Samþykkt að óska eftir því við sveitarstjóra að starfsmenn sveitarfélagsins gangi frá lausum endum varðandi þinglýsingar á félagsheimilum, sviðsstjóra falið að ganga frá málinu.
Rætt um erindisbréf til fulltrúa í hússtjórnum og drög að reglum fyrir félagsheimili.
            Eftirfarandi fulltrúar voru skipaðir í hússtjórn sem fulltrúar sveitarfélagsins:
Ketilás:
Stefanía Hjördís Leifsdóttir
María Númadóttir

2)      Hátíðir – yfirlit
Sviðsstjóri lagði fram drög að viðburðadagatali fyrir Skagafjörð, nefndin samþykkir að fjármagna útgáfu á dagatalinu, áætlaður kostnaður um 100.00 kr. sem fer af lið 05710, hátíðarhöld.
Sviðsstjóri lagði fram drög að dagskrá fyrir 17. júní hátíðarhöld á Sauðárkróki.

3)      Önnur mál
a.       Lagður fram til kynningar Menningarsamningur Norðurlands vestra.
b.      Lagt fram erindi frá Kaffi Krók varðandi Víkingahátíð Kaffi Króks.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00