Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

101. fundur 08. maí 2002 kl. 16:30 - 18:40 Í Ráðhúsinu

 

101. fundur haldinn í Ráðhúsinu 08. mai 2002 kl. 16:30
Mætt:   Jón Garðarsson, Helgi Thorarensen, Björgvin Guðmundsson, Kristín Bjarnadóttir og Ómar Bragi Stefánsson.

Dagskrá:

  1. Samningar og styrkir.
  2. Menningarstefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
  3. Önnur mál.
  1. Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks.
  2. Bréf frá Magnúsi Sigmundssyni " Látum verkin tala".
  3. Bréf frá Byggðarráði dags. 10.april 2002 vísað til MÍÆ nefndar 3. april sl.   Erindið fjallar um ráðstefnu / námsskeið í Mosfellsbæ 3.-5. maí nk. um "Íþróttir og tómstundir fyrir alla".
  4. Bréf frá Byggðarráði dags. 10. april 2002 vísað til MÍÆ nefndar 20. mars þar sem þess er óskað að MÍÆ nefnd tilnefni fulltrúa í stjórn Miðgarðs.
  5. Bréf frá Byggðarráði dags. 10. april 2002, vísað til MÍÆ nefndar 27. febrúar 2002 varðandi heimsókn sveitarstjórnarmanna frá Jölster í Noregi.
  6. Bréf frá Byggðaráði Skagafjarðar dags. 10. april 2002, vísað til MÍÆ nefndar 13. mars sl. þar sem Zoran Kokotovic óskar eftir styrk vegna lokafrágangs á þremur kvikmyndum.
  7. Bréf frá Byggðarráði dags. 10. april 2002, vísað til MÍÆ nefndar 10. april sl. varðandi skíðadeild Tindastóls.
  8. Bréf frá Sjóvá -almennum um sérstakt aðgangskort að sundlaugum og söfnum í Skagfirði.
  9. Félagsheimilið í Hegranesi.

AFGREIÐSLUR:

  1. Lögð fram áritaðir reikningar og áætlanir frá aðalstjórn UMF.Tindastóls.
    Í framhaldi af því var samþykkt að veita UMF. Tindastóli styrk að upphæð kr. 5.500.000.-
    Einnig var samþykktur samningur milli sömu aðila um umsjón Sauðárkróksvallar sumarið 2002
    Þá var og lagður fram og samþykktur samningur um samskipti UMF.Tindastóls og Sveitarfélagsins Skagfjarðar.
    Lagður var fram samningur á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðra og Golfklúbbs Sauðárkróks um rekstur félagsins og golfvallar að Hlíðarenda.     Samningurinn samþykktur.
    Samningur við UMF. Neista vegna umhirðu íþróttavalla á Hofsósi var einnig borinn upp og samþykktur.
  2. Kynnt drög að menningarstefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og minnt á fund um þessi málefni nk. laugardag í Ljósheimum.

3.

  1. Á fundinn komu fulltrúar frá Kvenfélagi Sauðárkróks, Helga Haraldsdóttir og Steinunn Hjartardóttir og kynntu fyrir nefndarmönnum Dægurlagakeppni Kvenfélagsins sem fyrirhuguð er í Sæluviku.
    Eftirfarandi var bókað: “ Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd metur það mikla framlag   Kvenfélag Sauðárkróks  til menningarmála í Skagafirði vegna Dægurlagakeppninnar, og er tilbúin að endurskoða afstöðu sína til styrkveitingar þegar uppgjör liggur fyrir að keppni lokinni.”
  2. Lagt fram til kynningar bréf frá Magnúsi Sigmundssyni fh. áhugahóps um uppbyggingu "ferðamannaþorps" í Varmahlíð.
  3. Nefndin  hvetur íþróttakennara og aðra leiðbeinendur til að fara á námskeiðið / ráðstefnuna.
  4. Nefndin  tilnefnir Jón Garðarsson og  Helga Gunnarsson í stjórn Miðgarðs.
  5. Menningar- íþrótta- og æskulýðsfulltrúi upplýsti fundarmenn að nú þegar hafi nokkur vinna verið lögð í þessa heimsókn og hann sé í sambandi við Jostein By vegna málsins.
  6. Nefndin felur starfsmanni að afla frekari upplýsinga um málið.
    “Björgvin Guðmundsson óskar bókað að hann sé á móti því að styrkja verkefnið.”
  7. Nefndin frestar afgreiðslu málsins.
  8. Nefndin hafnar erindinu
  9. Rætt um þær hugmyndir sem fram eru komnar um notkun á félagsheimilinu í Hegranesi.      Ákveðið að senda bréf til Byggðarráðs vegna fjármögnunar á endurbótum á húsinu.

Fleira ekki gert og  fundi slitið kl.18.40