Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

88. fundur 25. október 2001 kl. 17:00 - 18:55 Á skrifstofu sveitarfélagsins

 

            88. fundur, fimmtudaginn 25. okt. 2001, kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Mætt: Erna Rós Hafsteinsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Kristín Bjarnadóttir, Sigurbjörg  Guðjónsdóttir, Jón Garðarsson, Ómar Bragi Stefánsson.

DAGSKRÁ:

  1. Málefni félagsheimila
  2. Stefnumótunarvinna við íþróttamannvirki í Skagaf.
  3. Önnur mál

AFGREIÐSLUR:

  1. Málefni félagsheimila rædd.
  2. Ákveðið að funda í þéttbýliskjörnum Skagafjarðar um stefnumótun v.íþrótta­mannvirkja.
  3. Önnur mál:
    a)       Tekið fyrir bréf, dags. 24.10.2001, frá Valgeiri Þorvaldssyni f.h. Vesturfarasetursins, þar sem hann óskar eftir starfskröftum safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga í tvo mánuði án endurgjalds.
    Nefndin sér sér ekki fært að verða við erindinu á þennan hátt en er tilbúin að koma að málinu á sama hátt og sl. ár.
    b)       Ómar Bragi greindi nefndinni frá fundi 23.10.2001 með Guðrúnu Helgadóttur um menningarstefnu Skagafjarðar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18,55