Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

82. fundur 29. ágúst 2001 kl. 18:00 - 19:30 Á skrifstofu sveitarfélagsins

82. fundur, miðvikudagur 29.08.2001, skrifstofa sveitarfélagsins. kl. 1800
Mætt: Erna Rós Hafsteinsdóttir, Kristín Bjarnadóttir, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Bjarni Brynjólfsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Ómar Bragi Stefánsson.

DAGSKRÁ:

  1. Leikfélag Sauðárkróks - styrkur v. leikæfinga
  2. Forvarnarfulltrúi
  3. Bréf frá Árgarði vegna loftræstikerfis
  4. Sinfoníuhljómsveit Norðurlands
  5. Önnur mál

AFGREIÐSLUR:

  1. Tekinn fyrir reikningur frá Félagsh. Bifröst vegna æfinga við leikrit í vor, hjá Leikfélagi Sauðárkróks.
    Samþ. að veita Leikf. Sauðárkróks styrk að upphæð kr. 155.252,-.
    Jafnframt samþ. nefndin að styrkur vegna húsnæðis verði hér eftir innifalinn í almennum rekstrarstyrk.
  2. Ómar Bragi kynnti verkefni forvarnarfulltrúa en Halla Björk Marteinsdóttir hefur tekið til starfa við verkefnið.
  3. Tekið fyrir bréf, dags. 21.08.2001 frá Félagsh. Árgarði vegna uppsetningar loftræstikerfis.  - Samþ. að fá kostnaðaráætlun vegna verksins frá tæknideild.
  4. Fyrirspurn hefur borist frá Sinfoníuhljómsveit Norðurlands um tónleika í des. n.k. í  Skagafirði.
    Nefndin vísaði erindinu á fundi 6. nóv. 2000 til gerðar fjárhagsáætlunar. Ekki var gert ráð fyrir fjármagni vegna tónleikanna og sér nefndin sér ekki fært að verða við erindinu.
  5. Önnur mál.
    a)         Tekið fyrir bréf frá Æskulýðsráði ríkisins, dags. 24. ág. 2001, vegna hugmyndar um námskeið á Sauðárkróki um "sjálfsvígsatferli ungs fólks". - Starfsmanni falið að vinna að því að námskeiðið verði haldið.
    b)         Tekið fyrir bréf frá Fræðslumiðstöð í fíkniefnum, þar sem óskað er eftir stuðningi við bókargjöf til heimila. - Erindinu hafnað.
    c)         Tekið fyrir bréf frá Forvörnum fyrir foreldra og börn, vegna verkefnisins "Ég er húsið mitt". Óskað er eftir styrk til bókagjafa. -Erindinu hafnað.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 1930.