Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

78. fundur 18. júní 2001 kl. 19:30 - 21:30 Á skrifstofu sveitarfélagsins

78. fundur, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins 18. júní 2001    kl. 1930.
Mætt:  Ásdís Guðmundsdóttir, Sigurbjörg  Guðjónsdóttir, Erna Rós Hafsteinsdóttir, Björgvin Guðmundsson og Ómar Bragi Stefánsson.

DAGSKRÁ:

  1. 3ja ára áætlun.
  2. Bréf frá Kristjáni Runólfssyni.
  3. Bréf frá frjálsíþróttadeild Tindastóls.
  4. Bréf frá Byggðasafni Skagfirðinga.
  5. Bréf frá Skotveiðifélaginu Ósmann.
  6. Samningur við Neista vegna íþróttavallar.
  7. Bréf sem vísað var til nefndarinnar frá byggðarráði varðandi nýtt upplýsingakerfi fyrir bókasöfn.
  8. Bréf frá Hafsteini Oddssyni.
  9. Bréf frá Björgunarsveitinni Gretti á Hofsósi vegna sjómannadagsins.
  10. Bréf frá Bjarka Tryggvasyni vegna sjómannadags á Sauðárkróki.
  11. Bréf frá Ferðaþjónustunni Lónkoti.
  12. Bréf frá sundfólki.
  13. Bréf frá Félagsheimilinu Miðgarði.
  14. Bréf frá Skógræktarfélagi Skagafjarðar.
  15. Bréf frá Bílaklúbbi Skagafjarðar.
  16. Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:

  1. 3ja ára áætlun kynnt.
  2. Ákveðið að kalla Kristján Runólfsson á fund vegna endurskoðunar á samningi um Minjahúsið.
  3. Varðandi A-lið bréfsins, þá er hafin vinna við merkingar frjálsíþróttavallar. Varðandi B-lið, honum frestað og formanni og starfsmanni falið að ræða við forsvarsmenn frjálsíþróttadeilda. Tekið skal fram að búið er að semja um umhirðu vallarins fyrir þetta ár en nefndin er tilbúin að skoða erindi frjálsíþróttadeildar um samningsgerð við gerð nýs samnings næsta ár.
  4. Tekið fyrir bréf frá Byggðasafninu vegna framkvæmda næstu ára.
  5. Tekið fyrir bréf frá Skotveiðifélaginu Ósmann, þar sem þakkað er fyrir veittan styrk.
  6. Samningur við Neista vegna íþróttavallar í Hofsósi lagður fram og samþykktur.
  7. Erindinu vísað til Héraðsbókasafnsins.
  8. Nefndin hafnar erindinu, en er tilbúin að styrkja starfsemina á svipaðan hátt og sl. ár.
  9. Samþykktur styrkur að upphæð kr. 30.000. Björgvin Guðmundsson óskar bókað að hann greiði atkvæði á móti.
  10. Samþykktur styrkur kr. 30.000. Björgvin Guðmundsson óskar bókað að hann greiði atkvæði á móti.
  11. Erindinu hafnað.
  12. Bréf varðandi lokun sundlauga á Sauðárkróki og í Varmahlíð kynnt.
  13. Erindinu frestað til næsta fundar.
  14. Erindinu vísað til forstöðumanns Vinnuskólans.
  15. Samþykkt að styrkja Bílaklúbbinn um kr. 150.000.
  16. Önnur mál.
    a)       Útdeilding styrkja til félagsheimila fyrir árið 2000.

Félagsheimilið Árgarður        105.441.
Félagsheimilið Bifröst                     1.028.320.
Félagsheimilið Höfðaborg     446.733.
Félagsheimilið Ketilás            536.417.
Félagsheimilið Ljósheimar     630.168.
Félagsheimilið Melsgil           299.227.
Félagsheimilið Miðgarður      635.080.
Félagsheimili Rípurhrepps     211.031.
Félagsheimilið Skagasel         188.947.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 2130.