Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

56. fundur 09. október 2000 kl. 16:30 - 17:45 Á skrifstofu sveitarfélagsins

56. fundur haldinn á Skrifstofu Sveitarfélagsins mánud. 9. okt. 2000 kl. 1630.
Mætt: Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Brynjólfsson, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Erna Rós Hafsteinsdóttir, Ómar Bragi Stefánsson.

Dagskrá:

  1. Forvarnarfulltrúi og staða mála.
  2. Samstarfssamningur Hólaskóla, Byggðasafns Skagfirðinga og Héraðsskjalasafns Skagfirðinga.
  3. Forgangsröðun íþróttamannvirkja í Skagafirði.
  4. Önnur mál.

Afgreiðslur:

  1. Form. fór yfir stöðu mála og sagði m.a. frá fundi með byggðarráði. Einnig var rætt um fyrirhugaðan fund með húsvörðum félagsheimila v. bréfs sýslumanns um opinbera dansleiki.
  2. Samstarfssamningur Hólaskóla, Byggðasafns Skagfirðinga og Héraðsskjala­safns Skagfirðinga lagður fram. MÍÆ samþ. samn. fyrir sitt leyti.
    Bjarni Brynjólfsson situr hjá við afgreiðslu.
  3. Lögð fram greinargerð um forgangsröðun íþróttamannvirkja í Skagafirði frá vinnuhópi um þetta málefni. Hópurinn var sammála um að næsta stóra verkefnið væri Sundlaug Sauðárkróks.
    MÍÆ-nefnd lýsir ánægju sinni með niðurstöðu hópsins og þakkar honum fyrir vel unnin störf.
  4. Önnur mál:
    a)      Kynnt bréf frá UMFT, sem vísað var frá byggðarráði. Nefndin þakkar framkomið bréf og lýsir sig reiðubúna til fundar við félagið.
    b)      Form. sagði frá fundi með forráðamönnum Sinfoniuhljómsveitar Norðurlands um samstarf í framtíðinni.

Fleira ekki gjört og fundi slitið kl. 17,45