Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

46. fundur 27. mars 2000 kl. 16:00 - 17:10 Á skrifstofu skagafjarðar

46. fundur Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefndar Skagafjarðar haldinn á Skrifstofu Sveitarfélagsins þann 27. mars kl. 1600.
Mættir: Erna Rós Hafsteinsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Jón Garðarsson og Ómar Bragi Stefánsson.

DAGSKRÁ:

  1. Félagsmiðstöð.
  2. Félagsheimili.
  3. Önnur mál.
  4. Skoðunarferð í Sundlaug Sauðárkróks og Safnahúsið á Sauðárkróki.

AFGREIÐSLUR:

  1. Kynntar hugmyndir um félagsmiðstöð/unglingamiðstöð á Sauðárkróki. MÍÆ nefnd tekur jákvætt í hugmyndirnar og felur starfsmanni að halda áfram að vinna að málinu. Ennfremur ákveðið að halda fund með þeim aðilum sem koma að málinu.
  2. Ásdís lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "MÍÆ leggur til að gerð verði úttekt á félagsheimilum í Sveitarfélaginu Skagafirði, skoðaður verði rekstur þeirra, nýting, viðhaldsþörf og möguleikar í framtíðinni. Leitað verði til Atvinnuþróunarfélagsins Hrings til að framkvæma úttektina".
    Greinargerð.
    Í Sveitarfélaginu Skagafirði eru níu félagsheimili. Sveitarfélagið er stærsti eignaraðilinn í öllum tilfellum en auk þess eiga ýmis félagasamtök hlut í þeim. Mjög mismunandi er hvernig nýtingu í rekstri og viðhaldi félagsheimilanna er háttað og í hvernig ásigkomulagi þau eru. Sum eru í mikilli notkun á meðan önnur eru nánast ekkert nýtt og önnur þarfnast mikils viðhalds en önnur ekki. Tilgangurinn með endurskoðun þessari er að fara ofan í saumana á rekstri, nýtingu og kanna viðhaldsþörf félagsheimilanna. Leggja skal áherslu á að finna ný og aukin verkefni fyrir heimilin og auka notkun þeirra með aukna hagkvæmni og sparnað í huga.
    Á fjárhagsáætlun fyrir árið 2000 eru 10 milljónir settar í rekstur félagsheimila og er það 1/5 af því fjármagni sem fer í menningarmál á árinu.
  3. Önnur mál.
    a)      Aðalfundur Félagsh. Höfðaborgar samþ. að þeir nefndarmenn sem það geta sæki fundinn.
    b)      Ársþing UMSS. Fundarboð til MÍÆ nefndar.
    c)      Kynnt Ráðstefna Sagnfræðingafélags Íslands í Skagafirði 14.-16. apríl 2000.
    d)     Rætt um stöðu minjavarða á Norðurl. vestra. Formanni falið að vinna að málinu.
    e)      Ómar Bragi sagði frá fyrsta fundi hóps um forgangsröðun íþróttamannvirkja í Skagafirði. Eftirtaldir aðilar eru í hópnum:
    UMSS:           G. Kristín Jóhannesdóttir
    Tindastóll:      Páll Ragnarsson
    Neisti:             Hjalti Þórðarson
    Smári:             Ragnheiður Guðmundsdóttir
    Hestam.fél:     Anna Jóhannesdóttir
    Golfkl. Skr.:   Þröstur Friðfinnsson
    Alm.íþr.:         Árni Stefánsson
    MÍÆ nefnd:   Ómar Bragi Stefánsson
  4. Fundarmenn fóru í skoðunarferð í Sundlaug Sauðárkróks og Safnahúsið á Sauðárkróki.

Fundi slitið kl. 1710.