Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

43. fundur 14. febrúar 2000 kl. 16:00 - 18:30 Á skrifstofu sveitarfélagsins

43. fundur 14. febrúar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 1600.
Mættir: Jón Garðarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Helgi Thorarenssen, Gísli Eymarsson, Sigurbjörg Guðjónsdóttir og Ómar Bragi Stefánsson.

DAGSKRÁ:

  1. Golfklúbbur Sauðárkróks.
  2. Forgangsröðun íþróttamannvirkja í Skagafirði.
  3. Bréf frá Kvenfélagi Sauðárkróks.
  4. Bréf frá Villa Nova.
  5. Íþróttamaður Skagafjarðar.
  6. Íþróttahúsið á Sauðárkróki.
  7. Hátíðarhöld í Skagafirði árið 2000.
  8. Menningarhús.
  9. Fulltrúi í rekstrarnefnd skíðasvæðis.
  10. Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:

  1. Fulltrúar frá Golfklúbbi Sauðárkróks mættu á fundinn. Þeir eru: Þröstur Friðfinnsson, Halldór Halldórsson, Einar Einarsson, Sigurjón Gestsson og Sverrir Valgarðsson.  Þröstur Friðfinnsson fór yfir starfsemi GSS, uppbyggingu svæðisins og framtíðarsýn. Töluverðar umræður urðu um starfsemina.  Lagt var fram bréf um fjárstuðning til handa GSS.  Tekið fyrir frestað erindi frá GSS um styrk vegna vallarframkvæmda ársins 1999 samþykkt kr. 500.000.  Að öðru leyti var erindinu vísað til úthlutunar úr íþróttasjóði.
  2. Fjallað um forgangsröðun íþróttamannvirkja í Skagafirði.
  3. Tekið fyrir bréf frá Kvenfélagi Sauðárkróks um styrkbeiðni.  Erindið samþykkt og vísað til úthlutunar úr menningarsjóði kr. 500.000.
  4. Tekið fyrir bréf frá Villa Nova. Erindið samþykkt og vísað til úthlutunar úr menningarsjóði kr. 275.000.
  5. Rætt um íþróttamann Skagafjarðar og framkv. verðlaunaafhendingar.
  6. MÍÆ nefnd samþykkir að festa kaup á húsbúnaði til hátíðarhalda í íþróttahúsi.
  7. Kynntar hugmyndir að hátíðardagskrá fyrir árið 2000.
  8. Ákv. að tilnefna undirbúningshóp til að vinna að undirbúningi fundar um menningarhús.
  9. Erindi frestað til næsta fundar.
  10.  a)   Rætt um framtíðarsmiðjuna, námskeið sem var frestað um sl. helgi.
     b)   Rætt um umsókn UMSS um landsmót 2004.

Fundi slitið kl. 1830.