Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

36. fundur 03. nóvember 1999

Ásdís Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Helgi Thorarensen, Jón Garðarsson, Ómar Bragi Stefánsson.

DAGSKRÁ:

  1. Hátíðarhöld árið 2000.
  2. Fjárhagsáætlun.
  3. Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:

  1. Frestað um viku.
  2. Frestað um viku.
  3. Önnur mál:
    a)      Þjóðminjar á ferð um landið. Samþykkt að sækja um sýninguna "Ungt fólk í þúsund ár".
    b)      Kynnt bréf frá Kristnihátíðarnefnd.
    c)      Málefni Safnahúss rædd.
    d)     Kynnt drög að starfslýsingu fyrir forstöðumann Félagsmiðstöðvarinnar Friðar.
    e)      Rætt um framkvæmd hátíðarhalda um áramót.  Starfsmanni falið að kanna málið.
    f)       Kynnt drög að skipuriti fyrir MÍÆ fulltrúa.
    g)      Lögð fram tillaga frá Helga Thorarensen og vísað til fundar með stýrihópi.

Nú styttist óðum tími til undirbúnings á hátíðarhöldum vegna aldamótanna.  Ekki er raunhæft að gera ráð fyrir því að hægt sé að hefja undirbúningsvinnu á vegum sveitarfélagsins fyrr en í janúar árið 2000.  Það er því ljóst að öll framkvæmd verkefnisins verður að vera með sem einföldustu sniði.  Því leggur Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd til, að aðkoma sveitarfélagsins að hátíðarhöldunum vegna aldamótanna verði með eftirfarandi hætti:

  1.  Haldið verði veglega upp á Sæluviku og ráðinn starfsmaður til þess að annast skipulagningu og samhæfingu undirbúnings.  Áætlaður kostnaður kr. 1.000.000.
  2. Stofnaður verði sjóður til þess að styrkja einstaklinga, fyrirtæki eða félagasamtök til þess að standa fyrir menningaruppákomum í Skagafirði, sem sérstaklega tengjast aldamótunum.  Áætlaður kostnaður kr. 2.500.000.
  3. Lagt er til, að Skagfirðingar minnist sögu sinnar með því að setja upp 6-10 vegleg skilti með fróðleik um merka sögustaði í Skagafirði.  Jafnframt verði gefið út kort eða bæklingur þar sem þessir staðir eru merktir.  Hugmyndin er komin frá forstöðumanni byggðasafns og eðlilegt að henni sé falin umsjón með þessu verkefni ásamt forstöðumanni Héraðsskjalasafns.  Áætlaður kostnaður kr. 1.200.000-2.000.000.  Hugsanlegt er að fá fyrirtæki til þess að styrkja uppsetningu skiltanna og við það mun kostnaður lækka.

Fleira ekki gert.  Fundi slitið.