Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

31. fundur 01. september 1999 Í Áshúsi í Glaumbæ

Ár 1999 miðvikudaginn 1. september kom menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd saman í Áshúsi í Glaumbæ.
Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Gísli Eymarsson, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Helgi Thorarenssen og Jón Garðarsson. Auk þeirra Sigríður Sigurðardóttir safnvörður og Snorri Björn Sigurðsson, sveitarstjóri.

DAGSKRÁ:

1.Samstarfssamningur milli Byggðasafnsins, Íslendingafélagsins í Utah og Vesturfarasetursins.

            2. Bæjardyr á Reynistað.

            3. Viðgerðir á Glaumbæ.

            4. Stofnskrá Byggðasafns Skagfirðinga.

            5. Söfnunarstefna Byggðasafnsins.

            6. Smellur – hana nú.

AFGREIÐSLUR:

1. Lagður fram samstarfssamningur milli Byggðasafnsins, Íslendingafélagsins í Utah og Vesturfarasetursins á Hofsósi.

Menningar,- íþrótta- og æskulýðsnefnd samþykkir að fela safnstjóra að undirrita samstarfssamninginn f.h. Byggðasafns Skagfirðinga.

2. Lagður fram samningur á milli Þjóðminjasafns Íslands og Helga Sigurðssonar á Reynistað um að Helgi afhendi Þjóðminjasafni Íslands til fullrar eignar og umráða viði bæjardyrahússins á Reynistað svo og lóð til endurbyggingar. Sömuleiðis var lagður fram samningur á milli Þjóðminjasafns Íslands og Byggðasafnsins um að Þjóðminjasafnið afhendi Byggðasafninu viði bæjardyrahússins til varðveislu og endurbyggingar. Mun Byggðasafnið annast endurreisn bæjardyranna á Reynistað fyrir árslok árið 2000 eða innan þess svigrúms sem fjárveitingar frá Menntamálaráðuneytinu leyfa.
Áætlaður kostnaður er kr. 6.300.000.-
Styrkur frá Menntamálaráðuneytinu árið 1999 er kr. 4.000.000.-
Menningar,-íþrótta og æskulýðsnefnd felur safnverði að undirrita samninginn við Þjóðminjasafnið og að ráðist verði í framkvæmd.

3. Safnstjóri gerði grein fyrir áætlun um viðgerð á Glaumbæ 1999/2000 (baðstofa). Hljóðar kostnaðaráætlun uppá kr. 8.800.000.- en útilokað er að gera áætlun með meiri nákvæmni fyrr en búið er að rífa utan af húsinu og skoða viði. Verður það gert um miðjan september.

4. Lögð fram drög að stofnskrá fyrir Byggðasafn Skagfirðinga. Menningar,-íþrótta og æskulýðsnefnd óskar eftir afstöðu samstarfsnefndar Akrahrepps og Skagafjarðar til stofnskrárinnar.

5. Lögð fram tillaga að söfnunarstarfi Byggðasafns Skagfirðinga. Í því sambandi var rætt um hlutverk og starfsemi Minjahússins á Sauðárkróki.

6. Samþykkt að kaupa sýningu “Hana-nú” hópsins sem sýnd verður í Bifröst 9. september.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt.