Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

29. fundur 11. ágúst 1999 kl. 16:00 Í Stjórnsýsluhúsi Sauðárkróks

Ár 1999 miðvikudaginn 11. ágúst kom menningar-, íþrótta og æskulýðsnefnd saman í Stjórnsýsluhúsinu kl. 16.00.
Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Erna Rós Hafsteins­dóttir og Gísli Eymarsson auk sveitarstjóra Snorra B. Sigurðssonar.

DAGSKRÁ:

  1. Umsóknir um starf menningar- æskulýðs og íþróttafulltrúa
  2. Umsóknir um styrki vegna landsliðsferða í körfu
  3. Erindi frá Árna Gunnarssyni
  4. Bréf frá unglingadeildinni Trölla
  5. Styrkur til Villa Nova ehf.
  6. Bréf frá Brunavörnum Skagafjarðar
  7. Bréf frá UMSS
  8. Fyrirspurn frá Ernu Rós Hafsteinsdóttur

AFGREIÐSLUR:

1.       Um starf menningar-, æskulýðs- og íþróttafulltrúa sækja:
Alfreð Guðmundsson             íþróttakennari                         Sauðárkróki
Ásdís Sigurðardóttir               íþróttakennari                         Sauðárkróki
Friðrik Þór Jónsson                 búfræðingur                            Suður-Þing.
Heiða Lára Eggertsdóttir       forstöðumaður                        Sauðárkróki
Ingvar Magnússon                  íþróttakennari                         Sauðárkróki
Ólafur Þorbergsson                húsasmíðameistari                  Sauðárkróki
Ómar Bragi Stefánsson          markaðsstjóri                          Sauðárkróki
Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd samþykkir að taka upp viðræður við Ómar Braga Stefánson um starfið.

 2.  Lögð fram bréf frá eftirtöldum vegna landsliðsferða með unglingalandsliði Íslands í körfuknattleik:
Ísak Einarsson                        Ártúni 9                                  Sauðárkróki
Helgi Freyr Margeirsson         Dalatúni 15                             Sauðárkróki
Halldóra Andrésdóttir            Bergsstöðum                          Borgarsveit
Menningar- , íþrótta- og æskulýðsnefnd samþykkir að hvert og eitt fái styrk að upphæð kr. 15.000.- úr íþróttasjóði.

 3.  Lagt fram erindi frá Árna Gunnarsyni, Stórholti 14, Reykjavík þar sem sótt er um kr. 150.000.- vegna fyrirhugaðrar dvalar norðanlands næsta haust til að safna viðtölum við eldra fólk.
MÍÆ óskar eftir frekari upplýsingum um verkefnið.

 4.  Lagt fram erindi frá unglingadeildinni Trölla dags. 1. júlí s.l. þar sem óskað er eftir styrk vegna ferðar á landmót  unglingadeildar.
Á fundi MÍÆ þann 14. apríl s.l. var samþykkt að veita Trölla styrk að upphæð 100.000.- og treystir nefndin sér ekki til frekari styrkveitinga að svo stöddu.

 5.  Lagt fram bréf frá Villa Nova ehf. dags. 2. ágúst s.l. varðandi styrk til endurbóta á Villa Nova.
MÍÆ samþykkir að veita Villa Nova ehf styrk að upphæð 275.000.- til endurbóta úr menningarsjóði.

 6.  Lögð fram skýrsla Brunavarna Skagafjarðar dags. 18. júní s.l. um ástand bruna­varna í Bifröst.

  7.  Lagt fram bréf frá UMSS dags. 27. júní s.l. þar sem óskað er eftir svörum MÍÆ varðandi tiltekna þætti í forgangsröðun íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu.

  8.  Erna Rós Hafsteinsdóttir spyrst fyrir um hvort samningar um uppbyggingu skíðasvæðisins verði ekki teknir til umræðu í MÍÆ.

Fleira ekki gert.  Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.