Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

26. fundur 10. júní 1999 kl. 16:00 Í Stjórnsýsluhúsi

Ár 1999, fimmtudaginn 10. júní kom menningar-íþrótta- og æskulýðsnefnd saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu kl. 1600.
Mætt voru:  Ásdís Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Erna Rós Hafsteinsdóttir, Gísli Eymarsson og Jón Garðarsson auk sveitarstjóra Snorra Björns Sigurðssonar.

DAGSKRÁ:

  1. Tillaga um starf framkvæmdastjóra MÍÆ.
  2. Forgangsröðun íþróttamannvirkja.
  3. Hátíðarhöld árið 2000.
  4. Styrkir vegna landsliðsferða.
  5. Bréf frá stjórn UMFT.
  6. Bréf frá Umf. Hjalta.
  7. Vinnuskóli Skagafjarðar.
  8. Bréf frá Starfsmannafélagi Skagafjarðar.
  9. Bréf frá Listasafni Íslands.
  10. Samningur um forvarnir.

AFGREIÐSLUR:

  1. Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd samþykkir að auglýst verði staða framkvæmdastjóra menningar- íþrótta- og æskulýðsnefndar. 
    Einnig var lögð fram tillaga að starfslýsingu væntanlegs framkvæmdastjóra.
  2. Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd samþykkir að senda bréf til stjórnar UMSS þar sem óskað er eftir því að sambandið sendi hugmyndir sínar um forgangsröðun íþróttamannvirkja í Sveitarfélaginu Skagafirði til nefndarinnar.
  3. Kynntar hugmyndir að meginatriðum hátíðardagskrár í Skagafirði árið 2000.
  4. Kynnt beiðni sem borist hefur um styrk til Birnu Eiríksdóttur og Efemíu Sigurbjörnsdóttur vegna þáttöku þeirra í landsliðsferð en þær hafa verið valdar í unglingalandslið kvenna.  Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd samþykkir að styrkja Birnu og Efemíu með kr. 15.000.- hvora.
  5. Lagt fram bréf frá Umf. Tindastól dags. 2. júní sl. þar sem vakin er athygli á námskeiði sem auglýst er á vegum félagsmiðstöðvarinnar og Sauðárkrókskirkju sækir að dómi stjórnar Tindastóls á sömu mið og námskeið á vegum Tindastóls.
  6. Lagt fram bréf frá Umf. Hjalta dags. 28. maí sl. Í bréfinu kemur fram að stjórn ungmennafélagsins hefur verið að kanna möguleika á því að koma upp varanlegri íþróttaaðstöðu í Hóla- og Viðvíkursveit.  Jafnframt er bent á að heppilegt gæti verið að hafa íþróttaaðstöðu við Grunnskólann á Hólum.  Afgreiðslu frestað.
  7. Á fundinn mætti nú Heiða Lára Guðmundsdóttir forstöðumaður Vinnuskóla Skagafjarðar.  Í Vinnuskólanum eru nú rúmlega 100 nemendur 20 eru skráðir í atvinnuátaki. 19 flokkstjórar hafa verið ráðnir.  Gerði hún grein fyrir þeim verkefnum sem Vinnuskólinn er með.
  8. Lagt fram bréf frá Starfsmannafélagi Skagafjarðar dags. 2. júní sl.  Er spurst fyrir um hvort hægt væri að útbúa sundkort sem nota mætti á öllum sundstöðum innan Sveitarfélagsins Skagafjarðar. 
    Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd samþykkir að láta kanna hvort þessu verði við komið.
  9. Lagt fram erindi frá Listasafni Íslands þar sem boðið er uppá að Listasafnið komi með listsýningar út á land.
  10. Lögð fram kynning á samningi Skagafjarðar, SÁÁ og Heilbrigðisráðuneytisins um forvarnir.

Fleira ekki gert.  Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið.