Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

25. fundur 27. maí 1999 - 20:40 Í Stjórnsýsluhúsi Sauðárkróks

Menningar,-íþrótta og æskulýðsnefnd kom saman fimmtudaginn 27.05.1999 í fundarsal Stjórnsýsluhúss Sauðárkróks.
Mætt voru:  Ásdís Guðmundsdóttir, Helgi Thorarensen, Gísli Eymarsson, og Jón Garðarsson auk Páls Kolbeinssonar ritara.

 DAGSKRÁ:

1. Safnamál
    a. Minjahús.
    b. Bókasöfn.
    c. Héraðsskjalasafn.

2. Starfsskrá.

3. 17. júní.

4. Tilnefninfgar í hússtjórn.

5. Önnur mál.                  

AFGREIÐSLUR:

1. a. Sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson mætti á fundinn til að kynna sögu Minjahússins. Snorri taldi brýnt að skýra betur einstaka liði samkomulagsins milli sveitarstjórnar og Kristjáns Runólfssonar.
Snorri vék nú af fundi.
Ásdís Guðmundsdóttir fór yfir punkta sem borist hafa frá Kristjáni Runólfssyni.
Nefndin samþykkir að fela formanni að ræða við Kristján og sjá um að samningurinn verði framlengdur til 1. september 1999, en þá verður hafist handa við að endurskipuleggja safnamál í Skagafirði.
Nefndin leggur áherslu á að Minjahúsið falli undir stjórn og stefnu Byggðasafnsins.

b. Dóra Þorsteinsdóttir forstöðumaður Héraðsbókasafns Skagfirðinga mætti á fundinn. Formaður bauð Dóru velkomna og gaf henni orðið. Dóra kynnti hugmyndir sínar varðandi framtíðarskipulag bókasafna í Skagafirði. Í tillögum hennar kemur m.a. fram að sameina skuli skólabókasöfnin og héraðsbókasöfnin, tölvuskrá allan bókakostinn og endurskoða opnunartíma Héraðsbókasafnsins.

c. Frestað.

2. Lögð fram tillaga frá Helga Thorarensen og Jóni Garðarssyni sem barst MÍÆ 21. febr. síðastliðinn:
“Nauðsynlegt er að gera sem fyrst starfsáætlun fyrir Menningar,-íþrótta og æskulýðsnefnd bæði fyrir yfirstandandi ár og kjörtímabilið. Gera þarf áætlanir um það hvaða mál verða tekin fyrir, í hvaða röð og hvernig tekið er á þeim. Þá leggja undirritaðir til, að formaður nefndarinnar boði fund þegar í næstu viku þar sem hafin verði vinna við slíka áætlun”.
Formaður lagði fram drög að fundarskipulagi og starfskrá.

3. Nefndin felur forstöðumanni félagsmiðstöðvar að hafa samband við þá aðila sem staðið hafa fyrir hátíðarhöldum undanfarin ár.

4. Eftirtaldir voru tilnefndir í hússtjórn Ketilás:
            Auður Ketilsdóttir, Lambanesi
            Þorsteinn Jónsson, Helgustöðum

5. Önnur mál.

            a.

            Tillaga frá Helga Thorarensen.
            “Menningar,- íþrótta og æskulýðsnefnd leggur áherslu á að ráðgjafahópur 2000 verði kallaður saman þegar í stað”.
Samþykkt samhljóða.

            b. Starfsmaður nefndarinnar var kvaddur og þökkuð vel unnin störf.

Fundi slitið kl. 20.40.

Fundargerð upplesin og samþykkt.