Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

23. fundur 28. apríl 1999 kl. 16:00

Menningar-íþrótta og æskulýðsnefnd kom saman miðvikudaginn 28.4.1999 kl.1600.
Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Jón Garðarsson, Gísli Eymarsson, Sigurbjörg Guðjónsdóttir og Helgi Thorarensen.

DAGSKRÁ:

1. Íþróttamál.

2. Málefni Minjahússins.

3. Bréf frá Krækjunum.

4. Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:

1. Jón Garðarsson og Helgi Thorarensen sögðu frá 79. ársþingi UMSS sem haldið var um helgina.
Helgi Thorarensen lagði fram eftirfarandi greinargerð:
“Síðastliðinn vetur hefur Menningar-íþrótta og æskulýðsnefnd átt viðræður við stjórn Ungmennasambands Skagafjarðar um hvernig staðið skuli að því að skipta rekstrarstyrkjum frá sveitarfélaginu milli íþróttafélaga. Ungmennasambandið skipaði milliþinganefnd á ársþingi 1998, sem fjalla átti sérstaklega um þessi mál. Milliþinganefndinni tókst ekki að móta tillögur um hvernig staðið skyldi að skiptingu styrkjanna og ekki voru lagðar fram neinar tillögur þar af lútandi á ársþingi Ungmennasambandsins 25. apríl 1999. Í ljósi þess, verður Menningar,- íþrótta,- og æskulýðsnefnd að annast skiptingu á rekstrarstyrkjunum fyrir árið 1999.”

Tillaga: frá Helga Thorarensen.

1. Menningar,- íþrótta,- og æskulýðsnefnd sér um að veita rekstrarstyrki til íþróttastarfsemi í Skagafirði í samræmi við fjárhagsáætlun yfirstandandi árs.

2. Menningar,- íþrótta,- og æskulýðsnefnd setur sér starfsreglur um hvernig rekstrarstyrkjum skuli deilt milli íþróttafélaga.

3. Reglur þessar verða bornar undir formenn íþróttafélaga í Skagafirði og óskað er eftir athugasemdum eigi síðar en 10. maí.

4. Menningar,- íþrótta,- og æskulýðsnefnd endurskoðar starfsreglur, með tilliti til athugasemda frá íþróttafélögum og breytir þeim ef þurfa þykir.

5. Vinnu þessari skal ljúka eigi síðar en 20. maí og auglýsa þá eftir umsóknum um rekstrarstyrki til íþróttamála með umsóknarfresti til 20. júní.

6. Varið verður allt að kr. 7.000.000,- til þessara styrkja.

7. Menningar,- íþrótta,- og æskulýðsnefnd metur umsóknir og svarar íþróttafélögum skriflega innan 3 vikna.
Formaður leggur til að tillögunni verði vísað til skipulagsfundar nefndarinnar sem haldinn verður fljótlega.

2. Málefni Minjahússins. Málefni Minjahússins á Sauðárkróki rædd og farið yfir það samkomulag sem Sauðárkróksbær gerði við safnstjóra.

3. Bréf frá Krækjunum þar sem beðið er um styrk til Íslandsmóts öldunga. Málinu frestað.
Að fundi loknum fór nefndin í heimsókn í Minjahúsið.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og fundi slitið