Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

15. fundur 18. janúar 1999 Í Stjórnsýsluhúsi Sauðárkróks

Menningar - íþrótta og æskulýðsnefndar í Sveitarfélaginu Skagafirði haldinn í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki, mánudaginn 18. janúar 1999.
Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Jón Garðarsson og Helgi Thorarensen.

DAGSKRÁ:

1.  Skipulag Safnamála.

2.  Bréf frá Vesturfarasetri.

3.  Bréf frá Birni Sighvatz varðandi flugeldasýningu.

4.  Menningarhús.

AFGREIÐSLUR:

  1. Fjallað um skipulag safnamála í sveitarfélaginu.   Nefndin er sammála um að finna þurfi lausn framtíðarskipan safnamála í héraðinu og í framtíðinni í húsnæðismálum safnanna.
  2. Nefndin felur formanni að fá nánari upplýsingar um fyrirtækið Snorra Þorfinnsson e.h.f.
  3. Nefndin tekur jákvætt í erindið en vísar því jafnframt til gerðar fjárhagsáætlunar 1999.
  4. Nefndin lýsir ánægju sinni með þær hugmyndir sem fram eru komnar um menningarhús á Sauðárkróki. Nefndin felur formanni að skrifa menntamálaráðherra og óska eftir að hefja viðræður um málið.

Fundargerð upplesin og samþykkt.