Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

10. fundur 16. nóvember 1998 kl. 16:30 Á skrifstofu Skagafjarðar

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd í sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði kom saman á skrifstofu Skagafjarðar, mánudaginn 16.11. kl. 16.30.
Mætt voru:  Ásdís Guðmundsdóttir, Gísli Eymarsson, Sigurbjörg Guðjónsdóttir og Helgi Thorarensen.

Dagskrá:

  1. Framtíð íþróttamála.
  2. Félagsheimili.
  3. Erindi frá Byggðarráði.
  4. Önnur mál.

Afgreiðslur:

  1. Nefndin ræddi um íþróttamál í Skagafirði og væntanlegan fund með milliþinganefnd UMSS í næstu viku, þar sem samskiptamál UMSS og sveitarstjórnar verða rædd.
  2. Almennar umræður voru um félagsheimili og nýtingu þeirra í framtíðinni.
  3. Lagt fram bréf frá SÍS til kynningar fyrir fundarmenn.  Ákveðið var að taka efni bréfsins til umfjöllunar á fundi nefndarinnar um forvarnir þann 7.12. n.k.
  4. Önnur mál engin.