Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

5. fundur 16. september 1998 kl. 18:00 Í Áshúsi Glaumbæ

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd í sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði kom saman miðvikudaginn 16.09.1998 kl. 18.00. í Áshúsi, Glaumbæ.
Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Hlín Bolladóttir, Helgi Thorarensen og Trausti Kristjánsson. Ennfremur var Sigríður Sigurðardóttir mætt á fundinn.

Dagskrá:

  1. Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri.
  2. Hjalti Pálsson, forstöðumaður Safnahúss.
  3. Jón Ormar Ormsson.
  4. Önnur mál.

Afgreiðslur:

  1. Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri í Glaumbæ gerði grein fyrir og kynnti starfsemi Byggðasafns Skagfirðinga.
    Sigríður vék nú af fundi.
  2. Hjalti Pálsson, forstöðumaður Safnahúss, gerði grein fyrir og kynnti starfsemi Safnahússins og þeirra stofnana sem þar eru, héraðsskjalasafns, listasafns og bókasafns.
    Hjalti vék nú af fundi.
  3. Jón Ormar Ormsson kom á fundinn og kynnti hugmyndir sínar um menningarmál í Skagafirði.
  4. Önnur mál engin.