Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

3. fundur 26. ágúst 1998 kl. 16:30 Í Stjórnsýsluhúsi á Sauðárkróki

Menningar - íþrótta- og æskulýðsnefnd í sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði kom saman miðvikudaginn 26. ágúst 1998, kl. 16:30 í fundarsal Stjórnsýsluhússins á Sauðárkróki.
Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Hlín Bolladóttir, Ólafur Adolfsson, Sigurbjörg Guðjónsdóttir og Helgi Thorarensen.

Dagskrá:

1.    Bréf frá Byggðasögunefnd Skagfirðinga.

2.    Bréf frá Halldóri Forna.

3.    Bréf frá U.M.S.S.

4.    Bréf frá Jóni Ormari Ormssyni.

5. Bréf frá Viðari Hreinssyni, varðandi ritun ævisögu Stephans G.   Stephanssonar.

6.   Bréf frá Helga Thorarensen varðandi skíðasvæði Skagfirðinga.

7.   Bréf frá Hlín Bolladóttur varðandi tómstundamál.

8.   Vetrarstarf - íþróttir og tómstundir.

9.   Önnur mál.

Afgreiðslur.

  1. Nefndin samþykkir að fela formanni og starfsmanni að fá nánari upplýsingar um stöðu verkefnisins.
  2. Nefndin sér sér ekki fært að verða við erindinu.
  3. Nefndin samþykkir að boða formann U.M.S.S. á fund til að kynna hugmyndir sambandsins að stefnu og markmiðum þess í framtíðinni, með erindi bréfsins til hliðsjónar.
  4. Nefndin þakkar Jóni fyrir bréfið og þann áhuga sem hann sýnir menningarmálum í héraðinu. Nefndin samþykkir að  boða Jón á fund til að heyra frekar hugmyndir hans.  Nefndin beinir því ennfremur til sveitarstjórnar að skipuð skuli nefnd til að vinna að undirbúningi hátíðarhalda árið 2000.
  5. Nefndin tekur jákvætt í erindið en samþykkir að fresta því þar til fjárhagsáætlun liggur fyrir.
  6. Lögð  voru fram gögn um framtíðarskíðasvæði Skagfirðinga. Samþykkt að fresta málinu til næsta fundar.
  7. Tillaga frá Hlín Bolladóttur varðandi tómstundamál í skólum, lögð fram til kynningar fyrir fundarmenn.
  8. Ákveðið var að fresta 8.lið til næsta fundar.
  9. Önnur mál.
    a)   Skipan í húsnefndir félagsheimila - starfsmanni var falið að kanna stöðu mála í sveitarfélaginu.
    b)    Formaður sagði frá afmælisþingi Byggðasafnsins að Glaumbæ þann 26.09 n.k.
    c) Ákveðið var að fara kynnisferð um héraðið að skoða söfn, félagsheimili og íþróttamannvirki.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt.