Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

1. fundur 06. júlí 1998 kl. 18:20 Í Ráðhúsinu

Ár 1998, mánudaginn 6. júlí, kom nýkjörin menningar-, íþrótta- og æskulýðs­nefnd í sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði saman til fyrsta fundar í Stjórnsýslu­húsinu á Sauðárkróki kl. 18,20.

            Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir. Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Helgi Thorarensen. Hlín Bolladóttir og Ólafur Adolfsson.
Auk þeirra voru mættir: Páll Kolbeinsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og Snorri Björn Sigurðsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

  1. Kosning formanns.
  2. Kosning varaformanns.
  3. Kynning á starfssviði nefndarinnar.
  4. Bréf frá Bílaklúbbi Skagafjarðar.
  5. Bréf frá Ungmennasambandi Skagafjarðar.
  6. Önnur mál.

Afgreiðslur:

  1. Í upphafi fundar lýsti sveitarstjóri yfir tillögum um formann og kom fram uppástunga um Ásdísi Guðmundsdóttur. Þar eð fleiri tillögur bárust ekki var hún réttkjörin formaður.
  2. Nú tók Ásdís við fundarstjórn og lýsti hún eftir tillögum um varaformann. Fram kom tillaga um Hlín Bolladóttur. Þar eð fleiri tillögur bárust ekki var Hlín réttkjörin varaformaður.
  3. Upplýsingum dreift til fundarmanna og málefni nefndarinnar rædd.
    Starfsmanni falið að hafa samband við forsvarsmenn íþróttahreyfingarinnar í hinu sameinaða sveitarfélagi í Skagafirði.
  4. Borist hefur bréf frá Bílaklúbbi Skagafjarðar um ósk um styrk til að halda rallkeppni þann 11. júlí nk. Nefndin tekur jákvætt í erindið en óskar frekari upplýsinga.
  5. Borist hefur bréf (frá) Ungmennasambandi Skagafjarðar um ósk um styrk vegna Krókshlaupa. Nefndin tekur jákvætt í erindið en óskar frekari upplýsinga.
  6. Önnur mál engin.

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.