Atvinnuvegaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 252/2025, "Drög að frumvarpi til laga um lagareldi". Umsagnarfrestur er til og með 26.01.2026.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar löngu tímabærri löggjöf um lagareldi sem ætlað er að mæta áskorunum í umhverfi greinarinnar miðað við nútímann og uppbyggingu og þróun í greininni á undanförnum árum. Ljóst er að uppbygging í lagareldi er gríðarlega mikilvægt mörgum byggðarlögum á Íslandi og einnig að fram undan eru mikil tækifæri í landeldi sem ramma þarf löggjöf utan um. Uppbygging í landbúnaði stuðlar bæði að mikilli atvinnu- og verðmætasköpun, ekki síst hjá byggðarlögum sem áður áttu á brattann að sækja, en samhliða uppbyggingu þarf að gæta að því að áhrif hennar verði ekki neikvæð á umhverfið.
Jafnframt er nauðsynlegt að endurskoða tekjuskiptingu á milli ríkis og sveitarfélaga vegna greinarinnar. Brýnt er að sveitarfélög fái sína hlutdeild með beinum hætti, líkt og t.d. í Noregi, í stað þess að þurfa að sækja um úthlutun úr Fiskeldissjóði. Er því fagnað að komin sé fram tillaga um samfélagsframlag sem rennur beint til sveitarfélaga en eðlilegt væri að það framlag yrði ákveðið hlutfall af framleiðslugjaldi í stað fjárveitingar af fjárlögum hverju sinni.
Byggðarráð leggur áherslu á mikilvægi þess að eftirlit og stjórnsýsla með þessari starfsemi sé virk og að leyfisveitingaferlið sé skýrt og fyrirsjáanlegt fyrir rekstraraðila. Einnig að nauðsynlegt sé að byggja upp aukið eftirlit í þeim landshlutum sem fiskeldi er umsvifamest, svo það sé sem mest í tengslum við nærsamfélagið. Mikilvægt er að ákvarðanir í þessum málum byggist á greinargóðum rannsóknum og gögnum sem taka mið af íslenskum aðstæðum.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar löngu tímabærri löggjöf um lagareldi sem ætlað er að mæta áskorunum í umhverfi greinarinnar miðað við nútímann og uppbyggingu og þróun í greininni á undanförnum árum. Ljóst er að uppbygging í lagareldi er gríðarlega mikilvægt mörgum byggðarlögum á Íslandi og einnig að fram undan eru mikil tækifæri í landeldi sem ramma þarf löggjöf utan um. Uppbygging í landbúnaði stuðlar bæði að mikilli atvinnu- og verðmætasköpun, ekki síst hjá byggðarlögum sem áður áttu á brattann að sækja, en samhliða uppbyggingu þarf að gæta að því að áhrif hennar verði ekki neikvæð á umhverfið.
Jafnframt er nauðsynlegt að endurskoða tekjuskiptingu á milli ríkis og sveitarfélaga vegna greinarinnar. Brýnt er að sveitarfélög fái sína hlutdeild með beinum hætti, líkt og t.d. í Noregi, í stað þess að þurfa að sækja um úthlutun úr Fiskeldissjóði. Er því fagnað að komin sé fram tillaga um samfélagsframlag sem rennur beint til sveitarfélaga en eðlilegt væri að það framlag yrði ákveðið hlutfall af framleiðslugjaldi í stað fjárveitingar af fjárlögum hverju sinni.
Byggðarráð leggur áherslu á mikilvægi þess að eftirlit og stjórnsýsla með þessari starfsemi sé virk og að leyfisveitingaferlið sé skýrt og fyrirsjáanlegt fyrir rekstraraðila. Einnig að nauðsynlegt sé að byggja upp aukið eftirlit í þeim landshlutum sem fiskeldi er umsvifamest, svo það sé sem mest í tengslum við nærsamfélagið. Mikilvægt er að ákvarðanir í þessum málum byggist á greinargóðum rannsóknum og gögnum sem taka mið af íslenskum aðstæðum.