Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 255/2025, "Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun (vindorka og verndarflokkur)". Umsagnarfrestur er til og með 19.01. 2026.
Meirihluti byggðarráðs samþykkir eftirfarandi umsögn: Markmið íslenskra stjórnvalda um orkuskipti, er að Ísland skuli ná kolefnishlutleysi og að fullum orkuskiptum skuli náð eigi síðar en árið 2040. Rétt er að benda á að framboð raforku í dag nær engan veginn að fullnægja eftirspurn eftir henni og að einnig er mikill munur á milli landshluta hvað varðar aðgengi að orku. Þar ræður fjarlægð frá virkjunum og flutningskerfið mestu.
Í Skagafirði er hvoru tveggja andsnúið íbúum og atvinnulífi héraðsins, þ.e.a.s raforkuframleiðsla á svæðinu er vart mælanleg og flutningskerfið í gegnum fjörðinn er bæði gamalt og fulllestað. Framboð af raforku umfram það magn sem notað er í dag er því mjög takmarkað. Ástæða þess að raforkuframleiðsla á svæðinu er lítil er að fáir álitlegir vatnsaflsvirkjunarkostir sem framleiða meira en 1 MW er hér að finna. Stærri virkjunarkostir eins og Skatastaðavirkjun eða Villinganesvirkjun hafa verið í afar löngu matsferli í rammaáætlun sem ekki sér fyrir endann á.
Meirihluti byggðarráðs Skagafjarðar fagnar áformum um einföldun og flýtingu málsmeðferðar vindorkukosta en hefur efasemdir um að núverandi ferli rammaáætlunar stuðli að slíkri niðurstöðu. Með því að opna á þann möguleika að stytta og einfalda ferlið fyrir byggingu vindmylla upp að ákveðinni stærð gæti ferlið þó styst hvað það varðar og möguleikar sveitarfélaga til að efla orkuframleiðslu á eigin svæði aukist. Það er jákvætt, ekki síst fyrir sveitarfélög eins og Skagafjörð, þar sem aðgengi að aukinni raforku er mjög takmarkað.
Meirihluti byggðarráðs samþykkir eftirfarandi umsögn: Markmið íslenskra stjórnvalda um orkuskipti, er að Ísland skuli ná kolefnishlutleysi og að fullum orkuskiptum skuli náð eigi síðar en árið 2040. Rétt er að benda á að framboð raforku í dag nær engan veginn að fullnægja eftirspurn eftir henni og að einnig er mikill munur á milli landshluta hvað varðar aðgengi að orku. Þar ræður fjarlægð frá virkjunum og flutningskerfið mestu.
Í Skagafirði er hvoru tveggja andsnúið íbúum og atvinnulífi héraðsins, þ.e.a.s raforkuframleiðsla á svæðinu er vart mælanleg og flutningskerfið í gegnum fjörðinn er bæði gamalt og fulllestað. Framboð af raforku umfram það magn sem notað er í dag er því mjög takmarkað. Ástæða þess að raforkuframleiðsla á svæðinu er lítil er að fáir álitlegir vatnsaflsvirkjunarkostir sem framleiða meira en 1 MW er hér að finna. Stærri virkjunarkostir eins og Skatastaðavirkjun eða Villinganesvirkjun hafa verið í afar löngu matsferli í rammaáætlun sem ekki sér fyrir endann á.
Meirihluti byggðarráðs Skagafjarðar fagnar áformum um einföldun og flýtingu málsmeðferðar vindorkukosta en hefur efasemdir um að núverandi ferli rammaáætlunar stuðli að slíkri niðurstöðu. Með því að opna á þann möguleika að stytta og einfalda ferlið fyrir byggingu vindmylla upp að ákveðinni stærð gæti ferlið þó styst hvað það varðar og möguleikar sveitarfélaga til að efla orkuframleiðslu á eigin svæði aukist. Það er jákvætt, ekki síst fyrir sveitarfélög eins og Skagafjörð, þar sem aðgengi að aukinni raforku er mjög takmarkað.