Girðingar og ristahlið í Gönguskörðum
Málsnúmer 2512065
Vakta málsnúmerLandbúnaðar- og innviðanefnd - 39. fundur - 11.12.2025
Rætt um ástand girðinga meðfram þjóðveginum í Gönguskörðum, en ljóst er að ástand þeirra er ekki ásættanlegt á stórum köflum. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að senda Vegagerðinni formlegt erindi þar sem óskað er svara um hvort hægt er að flytja núverandi ristahlið. Í framhaldinu þarf að gera átak í girðingum meðfram vegum í sveitarfélaginu.