Fara í efni

Hitaveita í dreifbýli

Málsnúmer 2512061

Vakta málsnúmer

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 39. fundur - 11.12.2025

Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri hjá Skagafjarðarveitum og Hjörvar Halldórsson sviðstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs fóru yfir stöðu mála og framtíðarsýn í hitaveitu í Skagafirði. Rætt um kostnað við lagningu hitaveitu frá Dælislaug að Róðhóli og lagningu hitaveitu um Hjaltadal frá Reykjum að Steinhólum. Einnig valkosti í tengingum í Viðvíkursveit frá Viðvík að Vatnsleysu eða alla leið í Hofstaðaplássið. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum að vinna málin áfram og á næsta fundi verði farið yfir þau svæði sem eftir eru.
Gunnar Björn Rögnvaldsson vék af fundi eftir þennan lið.