Fara í efni

ADHD samtökin - styrkbeiðni

Málsnúmer 2511215

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 173. fundur - 03.12.2025

Lagt fram erindi, dags. 26. nóvember 2025, frá ADHD samtökunum þar sem þau óska eftir stuðningi að upphæð 100-500 þúsund til að auka fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu um ADHD og fyrir fólk með ADHD.
Fram kemur m.a. í greinargerð með erindinu að samtökin hafa reglulega fengið styrki frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, Heilbrigðisráðuneytinu, ÖBÍ, Mennta- og barnamálaráðuneytinu og Reykjavíkurborg. Auk þess hafa samtökin unnið með fjölda sveitarfélaga og/eða stofnanna sveitarfélaga með einstök námskeið eða fræðslu.
Einnig að samtökin standa fyrir reglulegum spjallfundum í hverjum mánuði, tvisvar í mánuði í Reykjavík og nokkrum sinnum á ári á Akureyri, Austurlandi, Suðurlandi, Vesturlandi, Suðurnesjum, Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum. Þar eru tekin fyrir ákveðin málefni er varða ADHD. Spjallfundirnir eru ókeypis og standa öllum til boða.

Byggðarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu að þessu sinni.