Lagt fram erindi, dags. 26. nóvember 2025, frá ADHD samtökunum þar sem þau óska eftir stuðningi að upphæð 100-500 þúsund til að auka fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu um ADHD og fyrir fólk með ADHD.
Fram kemur m.a. í greinargerð með erindinu að samtökin hafa reglulega fengið styrki frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, Heilbrigðisráðuneytinu, ÖBÍ, Mennta- og barnamálaráðuneytinu og Reykjavíkurborg. Auk þess hafa samtökin unnið með fjölda sveitarfélaga og/eða stofnanna sveitarfélaga með einstök námskeið eða fræðslu.
Einnig að samtökin standa fyrir reglulegum spjallfundum í hverjum mánuði, tvisvar í mánuði í Reykjavík og nokkrum sinnum á ári á Akureyri, Austurlandi, Suðurlandi, Vesturlandi, Suðurnesjum, Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum. Þar eru tekin fyrir ákveðin málefni er varða ADHD. Spjallfundirnir eru ókeypis og standa öllum til boða.
Byggðarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu að þessu sinni.
Fram kemur m.a. í greinargerð með erindinu að samtökin hafa reglulega fengið styrki frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, Heilbrigðisráðuneytinu, ÖBÍ, Mennta- og barnamálaráðuneytinu og Reykjavíkurborg. Auk þess hafa samtökin unnið með fjölda sveitarfélaga og/eða stofnanna sveitarfélaga með einstök námskeið eða fræðslu.
Einnig að samtökin standa fyrir reglulegum spjallfundum í hverjum mánuði, tvisvar í mánuði í Reykjavík og nokkrum sinnum á ári á Akureyri, Austurlandi, Suðurlandi, Vesturlandi, Suðurnesjum, Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum. Þar eru tekin fyrir ákveðin málefni er varða ADHD. Spjallfundirnir eru ókeypis og standa öllum til boða.
Byggðarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu að þessu sinni.