Jólahlaðborð Rotaryklúbbs Skagafjarðar 2025
Málsnúmer 2510180
Vakta málsnúmerFélagsmála- og tómstundanefnd - 39. fundur - 27.10.2025
Rótarýklúbbur Sauðárkróks óskar eftir að fá afnot af íþróttahúsinu á Sauðárkróki endurgjaldslaust þann 29. nóvember n.k. vegna jólahlaðborðs Rótarýklúbbsins þar sem íbúum Skagafjarðar er boðið, þeim að kostnaðarlausu. Nefndin samþykkir samhljóða að fella niður leigu á íþróttahúsinu vegna þessa og vísar til 4. gr. reglna um útleigu á íþróttahúsum í ákvörðun sinni þar sem ljóst er að ekki er hægt að halda viðburðinn í öðru húsnæði í sveitarfélaginu.
Anna Karitas Ingvarsdóttir Sighvats, sérfræðingur í fjármálum hjá fjármálasviði sat fundinn undir þessum lið.