Fara í efni

Biðtími eftir NPA þjónustu

Málsnúmer 2510131

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 39. fundur - 27.10.2025

Lagt fram bréf frá ÖBÍ dag. 9.október sl. sent til allra sveitarfélaga er varðar biðtíma eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð ( NPA ) sem sveitarfélög veita á grundvelli laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Með bréfinu er leitað eftir upplýsingum um umfang biðlista í hverju sveitarfélagi um sig og ástæður að baki þeim. Engin biðlisti er hjá Skagafirði um þjónustu í formi NPA samnings. Skagafjörður er leiðandi sveitarfélag í þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestra og hefur frá árinu 2012 boðið upp á NPA sem valkost í þjónustu, á árinu 2025 eru fjórir NPA samningar á þjónustusvæðinu. Leiðtoga fatlaðs fólks og eldra fólks er falið að svara erindinu í samræmi við upplýsingar sem fram komu á fundinum.
Anna Karitas Ingvarsdóttir Sighvats, sérfræðingur í fjármálum hjá fjármálasviði sat fundinn undir þessum lið.