Lagt fram minnisblað frá Gunnari Páli Ólafssyni og Sigurði Arnari Friðrikssyni, dagsett 18. ágúst 2025. Í minnisblaðinu er þess farið á leit við byggðarráð að stöðugildum í þjónustumiðstöð Skagafjarðar verði fjölgað um eitt stöðugildi sökum aukins álags og fjölgunar verkefna starfsmanna þjónustumiðstöðvarinnar. Hluta kostnaðar við stöðugildið yrði mætt með því að hætt yrði að ráða sumarfólk, enda væri með þessu auðveldara að skipta sumarleyfum á milli starfsmanna. Að hluta til er reiknað með að hagræðing verði í aðkeyptri þjónustu sem kemur til móts við aukinn launakostnað.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fallast á fjölgun stöðugilda í þjónustumiðstöð um eitt til eins árs með möguleika á framlengingu. Að ári liðnu óskar byggðarráð eftir að lögð verði fram úttekt á þróun rekstrar og verkefnastöðu þjónustumiðstöðvarinnar, en að ári liðnu ætti nýtt húsnæði þjónustumiðstöðvar að vera komin í gagnið sem vonast er til að stuðli að skilvirkari rekstri.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fallast á fjölgun stöðugilda í þjónustumiðstöð um eitt til eins árs með möguleika á framlengingu. Að ári liðnu óskar byggðarráð eftir að lögð verði fram úttekt á þróun rekstrar og verkefnastöðu þjónustumiðstöðvarinnar, en að ári liðnu ætti nýtt húsnæði þjónustumiðstöðvar að vera komin í gagnið sem vonast er til að stuðli að skilvirkari rekstri.