Víðigrund 22 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Málsnúmer 2507196
Vakta málsnúmerAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 68. fundur - 25.07.2025
Sigurður Óli Ólafsson tæknifræðingur leggur fram gögn er varðar tilkynnta framkvæmd f.h. eiganda fjöleignahúss sem stendur á lóðinni númer 22 við Víðigrund. Tilkynnt framkvæmd varðar einangrun og klæðningu norðurstafns húss utan, ásamt gluggaskiptum. Framlögð gögn gerð á hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Sigurði Óla Ólafssyni. Uppdrættir í verki 70111001, númer A-100 og A-101, dagsettir 18.07.2025. Tilkynning og gögn eru í samræmi við gr. 2.3.5 og 2.3.6. í byggingarreglugerð 112/2012 um tilkynntar framkvæmdir.