Lögð er fram beiðni um upplýsingar frá fulltrúum meirihluta þar sem þess er farið á leit að á fundinum verði lagðar fram upplýsingar um fjölda siglinga á liðnum árum sundurliðað eftir skipafélögum ásamt magni af vöru sem flutt er til og frá höfninni með skipum.
Dagur Þ. Baldvinsson, hafnarstjóri Skagafjarðarhafna, hefur tekið saman umbeðnar upplýsingar sem lagðar eru fram sem gögn fundar.
Ljóst er að breytingar eru í farvatninu þar sem Eimskip hefur boðað að félagið hyggist leggja af strandsiglingar til hafna á Vestfjörðum og Norðurlandi, í kjölfar stöðvunar starfsemi kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík. Töluvert tekjutap verður hjá Skagafjarðarhöfnum við breytinguna en einnig má ljóst vera að þar sem hún þýðir að um 11.500 tonn af varningi fara þá landleiðina til og frá Skagafirði, verður tilheyrandi enn aukið slit og álag á þegar óburðugt og vanfjármagnað þjóðvegakerfi landsins.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að skora á innviðaráðherra að hraða vinnu nýskipaðs starfshóps sem leiði samtal við hagaðila um möguleika strandsiglinga og geri tillögur til úrbóta. Það er mikið hagsmunamál fyrir fyrirtæki og íbúa á landsbyggðinni að vöruflutningar séu sem hagkvæmastir og hafi um leið sem minnst neikvæð umhverfisáhrif.
Dagur Þ. Baldvinsson, hafnarstjóri Skagafjarðarhafna, hefur tekið saman umbeðnar upplýsingar sem lagðar eru fram sem gögn fundar.
Ljóst er að breytingar eru í farvatninu þar sem Eimskip hefur boðað að félagið hyggist leggja af strandsiglingar til hafna á Vestfjörðum og Norðurlandi, í kjölfar stöðvunar starfsemi kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík. Töluvert tekjutap verður hjá Skagafjarðarhöfnum við breytinguna en einnig má ljóst vera að þar sem hún þýðir að um 11.500 tonn af varningi fara þá landleiðina til og frá Skagafirði, verður tilheyrandi enn aukið slit og álag á þegar óburðugt og vanfjármagnað þjóðvegakerfi landsins.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að skora á innviðaráðherra að hraða vinnu nýskipaðs starfshóps sem leiði samtal við hagaðila um möguleika strandsiglinga og geri tillögur til úrbóta. Það er mikið hagsmunamál fyrir fyrirtæki og íbúa á landsbyggðinni að vöruflutningar séu sem hagkvæmastir og hafi um leið sem minnst neikvæð umhverfisáhrif.