Fara í efni

Samráð; Frumvarp til laga um almannavarnir

Málsnúmer 2507174

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 156. fundur - 23.07.2025

Dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 114/2025, Frumvarp til laga um almannavarnir. Umsagnarfrestur er til og með 08.08. 2025.

Byggðarráð Skagafjarðar vill benda á að Norðurland vestra er mjög víðfeðmt lögregluumdæmi og því er ljóst að viðfangsefnin geta verið ólík innan svæðisins. Hættumat, viðbragðsáætlanir og forvarnir þurfa að byggja á staðbundinni þekkingu og nánu samstarfi við heimamenn og stofnanir á svæðinu. Sameiginleg nefnd yfir stórt og fjölbreytt svæði getur grafið undan þeirri nálægð, þekkingu og sveigjanleika sem nauðsynlegur er í almannavörnum. Byggðarráð leggur því til að ákvæði 12. greinar verði endurskoðað með það að markmiði að sveitarfélög geti, án sérstakrar undanþágu ráðherra, haldið úti eigin almannavarnarnefndum ef þau telja það þjóna öryggi og hagsmunum íbúa betur.

Byggðarráð Skagafjarðar vill jafnframt benda á að skýra þarf betur verkaskiptingu, ábyrgð og hlutverk aðila varðandi greiningu áhættu og áfallaþols í umdæmi almannavarnanefndarinnar og gerð áhættumats, í 17. grein.