Félags- og húsnæðismálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 121/2025, Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998 (fyrirkomulag hlutdeildarlána). Umsagnarfrestur er til og með 08.08. 2025.
Byggðarráð Skagafjarðar áréttar að hugmyndafræðin á bak við hlutdeildarlán til fólks sem er að kaupa sína fyrstu íbúð er góð. Engu að síður er reynslan í Skagafirði og landshlutanum öllum sú að mjög fáir hafa haft möguleika á að nýta sér þetta úrræði til húsnæðiskaupa. Ástæðan er að stærstum hluta sú að hér hafa verktakar eða fjárfestar ekki sóst eftir að byggja íbúðir sem standast kröfur um lágmarksstærð og hámarksverð til að fá hlutdeildarlán. Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því þeim áformum að farið verði í endurskoðun á kröfum til slíkra lána og leggur til að horft verði í framtíðinni til mjög sértækra hlutdeildarlána til svæða eins og Norðurlands vestra, þar sem íbúafjölgun hefur verið undir landsmeðaltali og íbúða- og byggingamarkaður íbúða verið jafn óvirkur og raun ber vitni.
Byggðarráð Skagafjarðar áréttar að hugmyndafræðin á bak við hlutdeildarlán til fólks sem er að kaupa sína fyrstu íbúð er góð. Engu að síður er reynslan í Skagafirði og landshlutanum öllum sú að mjög fáir hafa haft möguleika á að nýta sér þetta úrræði til húsnæðiskaupa. Ástæðan er að stærstum hluta sú að hér hafa verktakar eða fjárfestar ekki sóst eftir að byggja íbúðir sem standast kröfur um lágmarksstærð og hámarksverð til að fá hlutdeildarlán. Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því þeim áformum að farið verði í endurskoðun á kröfum til slíkra lána og leggur til að horft verði í framtíðinni til mjög sértækra hlutdeildarlána til svæða eins og Norðurlands vestra, þar sem íbúafjölgun hefur verið undir landsmeðaltali og íbúða- og byggingamarkaður íbúða verið jafn óvirkur og raun ber vitni.