Jóhanna Ey Harðardóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Lagt fram erindi frá stjórn björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveitar, dagsett 16. júlí sl. þar sem lagt er til að hefðbundinni dagskrá á gamlárskvöld, þ.e. áramótabrennu og flugeldasýningu, verði flýtt og hún haldin kl. 17:00 eða 18:00. Er það rökstutt með því að slíkt fyrirkomulag auðveldi þátttakendum og bæjarbúum að njóta kvöldsins með fjölskyldum sínum. Jafnframt kemur fram ánægja með staðsetningu sýningarinnar síðastliðið ár og ósk um að hún verði óbreytt.
Byggðarráð samþykkir samhljóða fyrir sitt leiti að áramótabrenna og flugeldasýning á gamlárskvöld verði flýtt og haldinn hvort sem er klukkan 17 eða 18 en eftirlætur Skagfirðingasveit að velja hvor tímasetningin verður notuð, að teknu tilliti til öryggis- og skipulagsmála. Jafnframt er samþykkt að halda sýningunni á sömu staðsetningu og 2024, enda henti hún vel að öllu leyti.
Lagt fram erindi frá stjórn björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveitar, dagsett 16. júlí sl. þar sem lagt er til að hefðbundinni dagskrá á gamlárskvöld, þ.e. áramótabrennu og flugeldasýningu, verði flýtt og hún haldin kl. 17:00 eða 18:00. Er það rökstutt með því að slíkt fyrirkomulag auðveldi þátttakendum og bæjarbúum að njóta kvöldsins með fjölskyldum sínum. Jafnframt kemur fram ánægja með staðsetningu sýningarinnar síðastliðið ár og ósk um að hún verði óbreytt.
Byggðarráð samþykkir samhljóða fyrir sitt leiti að áramótabrenna og flugeldasýning á gamlárskvöld verði flýtt og haldinn hvort sem er klukkan 17 eða 18 en eftirlætur Skagfirðingasveit að velja hvor tímasetningin verður notuð, að teknu tilliti til öryggis- og skipulagsmála. Jafnframt er samþykkt að halda sýningunni á sömu staðsetningu og 2024, enda henti hún vel að öllu leyti.